Fara í efni

Minningargreinar

Páll Snævar Jónsson

Páll Snævar Jónsson

María Hensley skrifar
26. apríl 2021 | kl. 10:12
Nú er komið að kveðjustund elsku Palli minn. Fyrir 19 árum kynntist ég syni þínum Stefáni (Bróa) og nokkrum árum síðar varst þú svaramaður í brúðkaupi okkar, það var góður og fallegur dagur. Þú og Hanna tókuð einstaklega vel á móti mér og dóttur minni Báru og vorum við strax partur af fjölskyldunni,…
Páll Snævar Jónsson - lífshlaupið

Páll Snævar Jónsson - lífshlaupið

26. apríl 2021 | kl. 06:00
Páll Jónsson fæddist á Akureyri 14. júlí 1932. Hann lést þann 15. apríl 2021 á Dvalaheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar hans voru Ingibjörg Júlíana Kristjánsdóttir, fædd 13. júlí 1908, dáin 20. des 1992, og Jón Kristjánsson, fæddur 11. mars 1906, dáinn 13. mars 1974. Palli var annar í röð fjögurra …
Hilmar Gíslason

Hilmar Gíslason

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
17. apríl 2021 | kl. 11:09
„47 kallar“ - Marri Gísla var alveg einstakur maður, maður sem mótaði mig og strákana. Alla tíð kenndi hann öllum sem hann þekktu svo ótalmargt með sinni ljúfu og traustu framkomu. Ef hægt er að segja að einhver maður hafi verið einstakur þá er það Marri Gísla. Það voru fáir eins duglegir eins og h…
Hilmar Gíslason

Hilmar Gíslason

Þorvaldur, Ólafur og Kristín Hilmarsbörn skrifa
16. apríl 2021 | kl. 06:05
Pabbi var harðduglegur, jákvæður og skemmtilegur karakter. Í kringum hann var oftast mikið líf og fjör og að sjálfsögðu skellihlátur. Hann var mikill áhugamaður um hvers konar íþróttir. Þegar hann var ungur lék hann knattspyrnu með Þór og ÍBA, síðar æfði hann skallbolta af miklum móð og lék með hinu…
Hilmar Gíslason

Hilmar Gíslason

Vilhelm, Birgir, Skúli og Eyjólfur Ágústssynir skrifa
16. apríl 2021 | kl. 06:04
Þá er Marri Gísla horfinn af þessu sjónarsviði til nýrra og skapandi verka, þar sem ekkert verður gefið eftir og gleðin, kappið og keppnisskapið verður við völd. Marra, eða Hilmar Henry Gíslason, eins og hann hét fullu nafni, höfum við þekkt í áratugi. Hann fæddist og ólst upp í Fjólugötunni á Eyri…
Hilmar Gíslason

Hilmar Gíslason

Logi Már Einarsson skrifar
16. apríl 2021 | kl. 06:03
Í dag verður Hilmar Gíslason borinn til grafar. Mig langar að minnast Marra, eins og hann var oftast kallaður, í örfáum orðum. Stundum er sagt að fólk njóti leiðsagnar góðs kennara alla ævi og það er örugglega heilmikið til í því. En þeir finnast ekki bara innan skólastofunnar, heldur um allt samfé…
Hilmar Gíslason

Hilmar Gíslason

Gísli Sigurgeirsson skrifar
16. apríl 2021 | kl. 06:02
Hilm­ar Henry Gísla­son er geng­inn. Strák­ur­inn úr Fjólu­göt­unni, sem sjald­an var kallaður annað en „Marri“. Hann var bæj­ar­verk­stjóri á Ak­ur­eyri í ára­tugi, og var iðulega kom­inn til verka um miðjar næt­ur þegar ýrði úr lofti. „Gísli minn, það var nú ekki mikið mál að fylgj­ast með veðurfa…
Hilmar Henry Gíslason - lífshlaupið

Hilmar Henry Gíslason - lífshlaupið

16. apríl 2021 | kl. 06:00
Hilm­ar Henry Gísla­son fædd­ist á Ak­ur­eyri 29. fe­brú­ar 1936. Hann lést á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð 30. mars síðastliðinn. For­eldr­ar Hilm­ars voru hjón­in Gísli Marinó Ólafs­son, f. 28.6. 1906, d. 17.11. 1995, og Anna Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, f. 6.12. 1913, d. 7.8. 1999. Al­sys…
Ingibjörg Þorvaldsdóttir

Ingibjörg Þorvaldsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
01. mars 2021 | kl. 06:00
Í desember árið 1938, rétt fyrir jól, komu tvær stúlkur í heiminn. Þetta voru frænkurnar Halla Gunnlaugsdóttir, fædd 18. desember, og Ingibjörg Þorvaldsdóttir, fædd 22. desember. Foreldrar þeirra beggja bjuggu í Munkaþverárstræti á Akureyri, Halla í númer 12 og Ingibjörg í númer 18. Þær frænkur vor…
Sigmundur Sigfússon

Sigmundur Sigfússon

Starfsfólks geðsviðs SAk skrifar
22. febrúar 2021 | kl. 06:00
Með þessum orðum viljum við kveðja kæran samstarfsfélaga til margra ára. Sigmundur hóf störf á sjúkrahúsinu í október 1984. Hann var ráðinn yfirlæknir nýrrar geðdeildar, en hún var þó ekki formlega opnuð fyrir en einu og hálfu ári síðar eða í mars 1986. Sigmundur vann samfellt á sjúkrahúsinu til lok…
Pétur Jósefsson

Pétur Jósefsson

Arnar H. Kristjánsson skrifar
04. febrúar 2021 | kl. 06:01
Að eiga góðan tengdapabba er mikils virði. Ég var svo heppinn að hafa kynnst og starfað með einum slíkum höfðingja. Í kringum aldamót kynnist ég Pétri og fann ég strax hversu vandaður og staðráðinn hann var að ætla sér að eiga góð samskipti, þrátt fyrir að þessi nýi tengdasonur væri svolítið kjafta…
Pétur Jósefsson - æviágrip

Pétur Jósefsson - æviágrip

04. febrúar 2021 | kl. 06:00
Pétur Jósefsson fæddist á Setbergi í Grundarfirði, Snæfellsnesi, 13. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. janúar 2021. Foreldrar hans eru Jósef Jónsson, prófastur, frá Öxl í Þingi, Húnavatnssýslu., f. 24. desember 1888, d. 20. júlí 1974 og Hólmfríður Halldórsdóttir f. 19. feb. 1891 …
Heiðdís Norðfjörð

Heiðdís Norðfjörð

Jón Norðfjörð skrifar
26. janúar 2021 | kl. 14:25
Það er mikil gæfa fyrir þá sem vakna heilbrigðir og hressir hvern morgun og geta haldið glaðir út í daginn. Elsku Heiðdís systir mín átti því miður ekki því láni að fagna hin síðari ár. Það var erfitt að sjá þessa góðu og fjölhæfu konu hverfa inn í tómleika hugar og athafna. Við áttum bernskuárin o…
Heiðdís Norðfjörð

Heiðdís Norðfjörð

Anna María Halldórsdóttir skrifar
21. janúar 2021 | kl. 06:30
Elskuleg svilkona mín Heiðdís Norðfjörð er látin eftir nokkurra ára erfið veikindi. Það eru komin hartnær fimmtíu ár síðan við nýtrúlofað kærustuparið, blaut á bakvið eyrun, hófum búskap á neðri hæðinni hjá Heiðdísi og Gunna í Hamarstíg 3. Frá fyrsta degi tóku þau okkur opnum örmum og vildu allt fyr…
Heiðdís Norðfjörð

Heiðdís Norðfjörð

Heiðdís Norðfjörð yngri skrifar
21. janúar 2021 | kl. 06:30
Elsku amma mín! Það berst um í mér hrærigrautur af tilfinningum, hugsunum og minningum þegar ég sest niður og reyni að finna einhver orð til að kveðja þig. Það er langt síðan ég byrjaði að sakna þín, en núna er komið að kveðjustund. Veikindin þín voru ósanngjörn og erfið. Þau rændu þig svo miklu. S…
Heiðdís Norðfjörð - æviágrip

Heiðdís Norðfjörð - æviágrip

21. janúar 2021 | kl. 06:25
Heiðdís Norðfjörð fæddist á Akureyri 21.12. 1940 og andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð 7.1. 2021. Foreldrar hennar voru Jón Aðalsteinn Norðfjörð bæjargjaldkeri og leikari f. 30.10. 1904, d. 22.3. 1957 og Anna Guðrún Helgadóttir, f. 24.7. 1920, d. 15.6. 2000. Heiðdís ólst upp fyrst hjá föður sínum o…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Ásgerður Jana Ágústsdóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 10:36
Elskulegi pabbi minn og besti vinur, lífið er tómlegt án þín. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt. Ég vildi að ég gæti sagt þér aftur hversu mikið ég hef alltaf dáðst að þér. Styrkinn og baráttuviljann vantaði þig aldrei. Ásamt því að berjast við MND hugðir þú að mōrgu, þar a…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Ásmundur Hreinn, Bjarni Ármann og Guðmundur Ævar Oddssynir skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00
„Baráttuglaðir leikmenn tapa aldrei, þeir falla einungis á tíma“ (John Wooden). Kæri Gústi, við bræðurnir kveðjum þig með miklum söknuði og vottum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við erum afar þakklátir fyrir að hafa kynnst þér, samverustundirnar innan sem utan vallar og veganesti…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Guðrún Gísladóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Elsku hjartans, fallega ástin mín! Nálægð þín Nálægð þín vakti bjartar sveiflur:andrúmsloft hetjumeð fagrahvel undir brámánasem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm. Fingur þínir voru heitir líknstafirer slævðu svaleggjar Dauðansí krafti þess æðruleysissem helst veitir buguðum styrk og fró. Nú …
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Júlíus Orri Ágústsson skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Minn versti ótti varð að veruleiki þann 1. janúar 2021 þegar elsku fallegi pabbi minn lét lífið. Hann glímdi við MND í fjögur ár og það er ekki hægt að finna mann sem tók þessari erfiðu áskorun með jafn góðu hugarfari og hann! Hann hélt áfram með öll sín verkefni og afrekaði mikið þrátt fyrir sín v…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Berglind Eva Ágústsdóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Elsku besti pabbi! Ég man svo vel eftir því þegar við fórum saman í Monky park á Tenerife og við sáum górillu og þú reyndir að æsa þig og lyftir höndum og horfðir lengi í augun á henni og þá stökk górillan á glerið og varð öskureið og við fórum í hláturskast á meðan en fólkinu sem var þar fannst þe…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Ingveldur og Ingibjörg Berglind Guðmundsdætur skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Elsku stóri bróðir okkar hefur kvatt okkur frá þessari jarðvist. Illvígur sjúkdómur MND bankaði uppá hjá honum fyrir fjórum árum og tróð sér inn í líf hans og fjölskyldu, hann tók við verkefninu eins og öllu öðru í lífinu, með jákvæðni, dugnaði, styrk og léttleika. Með ótrúlegum vilja og orku náði h…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Íþróttafélagið Þór skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Hinsta kveðja Í dag verður Ágúst Herbert Guðmundsson lagður til sinnar hinstu hvílu en hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar 1. janúar síðastliðin aðeins 53 ára gamall. Ágúst greindist með hreyfitaugahrörnun, MND árið 2017 og dró sá illvígi sjúkdómur hann til dauða. Ágúst, eða Gústi eins og hann gja…
Ágúst H. Guðmundsson

Ágúst H. Guðmundsson

Hjálmar Pálsson skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00
Kveðja frá körfuknattleiksdeild Þórs Körfuknattleiksdeild Þórs sér nú á bak góðum félaga, sem naut mikillar virðingar allra sem honum kynntust. Ágúst Herbert Guðmundsson var einn af ötulustu félagsmönnum okkar um langa hríð en hann lést á heimili sínu 1. janúar 2021 í faðmi fjölskyldu sinnar, aðein…
Ágúst H. Guðmundsson - lífshlaupið

Ágúst H. Guðmundsson - lífshlaupið

13. janúar 2021 | kl. 06:58
Ágúst H. Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 26. ágúst 1967. Hann lést að heimili sínu í Eyjafjarðarsveit 1. janúar 2021. Foreldrar hans voru Ásgerður Ágústsdóttir, fædd 14. apríl 1946 og Guðmundur H. Guðjónsson, fæddur 22. desember 1940. Fósturfaðir Ágústar sem gekk honum í föðurstað var Guðmundur…
Þorleifur Jóhannsson

Þorleifur Jóhannsson

Sævar Benediktsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 10:30
Enn á ný helltist myrkrið yfir. Vinur minn Þorleifur Jóhannsson, Leibbi, er fallinn frá og bara tæpir þrír mánuðir síðan sameiginlegur vinur okkar, Brynleifur Hallsson, Billi Halls, lést. En bjartar og fallegar minningar undanfarin 56 ár ylja á erfiðum stundum. Við Leibbi urðum vinir þegar Helgi …
Þorleifur Jóhannsson

Þorleifur Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 09:30
Á Þorláksmessu andaðist minn ljúfi bróðir, Þorleifur Jóhannsson, Leibbi trommari, eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Við vorum bara tveir bræðurnir í Klettaborginni á Akureyri en alla tíð var mjög gott í bræðralagi okkar. Leibbi var sex árum eldri en ég og hann var því stóri bróðir minn …
Þorleifur Jóhannsson

Þorleifur Jóhannsson

Inga Dagný Eydal skrifar
11. janúar 2021 | kl. 06:50
Á Þorláksmessu kvaddi minn elskulegi vinur Þorleifur Jóhannsson, Leibbi, þetta jarðlíf og verður til moldar borinn í dag, 11. janúar. Veikindi Leibba voru stutt og snörp en eins og öðru í sinni tilveru, tók hann þeim af einstöku æðruleysi og ró. Við hittumst síðast nokkrum vikum fyrir andlátið, þá …
Þorleifur Jóhannsson - minning

Þorleifur Jóhannsson - minning

11. janúar 2021 | kl. 06:45
Frá og með deginum í dag tekur Akureyri.net við minningargreinum til birtingar á útfarardegi. Í fyrstu grein kveður Inga Dagný Eydal samstarfsmann sinn til margra ára, Þorleif Jóhannsson, trommuleikara og húsgagnasmíðameistara, sem lést á Þorláksmessu og verður til moldar borinn í dag. UPPFÆRT Tvær…