Jóhannes Sigurjónsson – lífshlaupið
Jóhannes Sigurjónsson fæddist á Akureyri 6. september 1939 og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. janúar 2026.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Jónsson smiður frá Borgarhóli í Munkaþverársókn f. 1.1.1886, d. 10.8.1952 og Bára Jóhannesdóttir, húsmóðir og verkakona frá Glerá, f. 14.5.1917, d. 15.2.2006. Systir Jóhannesar var Erna, f. 10.5.1938, d. 14.2.2011.
Jóhannes var mörg sumur í sveit sem ungur drengur, fyrst sex ára, lengst á Kálfborgará í Bárðardal. Hann gekk í Barnaskóla Akureyrar og lærði húsgagnasmíði í Iðnskólanum á Akureyri og á húsgagnasmiðjunni Valbjörk. Hann starfaði nær alla tíð við húsasmíðar, lengst af hjá Híbýli og síðan hjá P. Alfreðssyni.
Jóhannes kvæntist Margréti Árnadóttur frá Víðimel í Skagafirði, 7.4.1962. Foreldrar hennar voru Bára Jónsdóttir og Árni Jónsson.
Jóhannes og Margrét bjuggu lengst af í Grundargerði 2h á Akureyri en síðustu árin í Mýrarvegi 115 þar í bæ.
Synir Jóhannesar og Margrétar eru Sigurjón f. 2.5.1962 og Árni f. 15.7.1968. Eiginkona Árna er Guðrún Una Jónsdóttir f. 24.3.1966, dætur þeirra eru Margrét f. 25.4.1999, sambýlismaður hennar er Hermann Rúnarsson, og Amalía f. 14.8.2006, kærasti hennar er Tristan Ylur Guðjónsson. Sonur Guðrúnar Unu er Davíð G. Jónsson f. 2.12.1990, dóttir hans er Amalía Eik f. 14.7.2017.
Jóhannes var mikill hestamaður til áratuga og hafði alla tíð mikinn áhuga á veiðiskap.
Útför Jóhannesar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. janúar, kl. 13.00. Hann verður jarðsettur í Lögmannshlíðarkirkjugarði.
Bryndís Baldursdóttir – lífshlaupið
Bryndís Baldursdóttir
Vilhelm Guðmundsson – lífshlaupið
Vilhelm Guðmundsson