Haukur Jóhannsson – lífshlaupið
Björgvin Haukur Jóhannsson, tannsmiður og íþróttakappi, fæddist 17. janúar 1953 á heimili sínu á Akureyri. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar 14. janúar síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Foreldrar Hauks voru Jóhann Konráðsson, söngvari, f. 16. nóvember 1917, d. 27. desember 1982 og Fanney Oddgeirsdóttir, húsfreyja, f. 14. september 1917, d. 4. maí 2009.
Haukur var yngstur sjö systkina, hin eru: Heiða Hrönn, f. 10. janúar 1939, Anna María, f. 3. janúar 1940, Konráð Oddgeir, f. 14. apríl 1943, d. 6. september 2000, Jóhann Már, f. 10. janúar 1945, Svavar Hákon, f. 15. mars 1946 og Kristján Ingvar, f. 24. maí 1948.
Haukur giftist Ragnheiði Haraldsdóttur, ritara, f. 24. janúar 1955, þann 28. ágúst 1976. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Harpa, f. 24. mars 1973, gift Sigurði Veigari Bjarnasyni f. 11. nóvember 1975. Saman eiga þau tvö börn, Rakel, f. 19. október 2007 og Veigar Bjarna, f. 14. apríl 2009. Fyrir á Harpa soninn Ísak Friðriksson, f. 20. október 1997, sambýliskona hans er Karín Sigurðardóttir, f. 22. desember 1999, og eiga þau soninn Atlas , f. 17. maí 2021. Sigurður Veigar á dótturina Þórdísi Halldóru, f. 30. nóvember 2000. 2) Vala, f. 14. mars 1981. Hún á þrjá syni, Hrannar Orra, f. 18. mars 2001, Víking, f. 6. júlí 2008, og Örvar Bjarka, f. 16. nóvember 2012. 3) Haukur Heiðar f. 1. september 1991, giftur Hörpu Hauksdóttur, f. 10. janúar 1992. Saman eiga þau tvö börn, Helenu, f. 8. apríl 2018 og Hauk Alex, f. 22. júlí 2021.
Haukur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 23. janúar, kl. 13.
Haukur Jóhannsson
Haukur Jóhannsson
Haukur Jóhannsson
Jóhannes Sigurjónsson