Fara í efni
Minningargreinar

Jóhannes Sigurjónsson

Í dag kveðjum við Jóa móðurbróður okkar, hæglátan og góðan mann sem skipaði stóran sess í lífi okkar. Minningarnar eru margar og góðar, þær munu lifa áfram í hjörtum okkar og við kveðjum Jóa með miklu þakklæti og söknuði.

Við minnumst ekki síst aðfangadagskvöldanna hjá ömmu okkar í Grænumýri og jóladagsins í Grundargerði hjá Möggu og Jóa. Einnig eru ógleymanlegir sumardagarnir okkar saman á Keldum í Skagafirði, þar sem mikið var veitt bæði á stöng og í net. Þar var Jói jafnan fremstur í flokki enda mikill veiðimaður og hann sá líka til þess að aldrei skorti rjúpu þegar fjölskyldurnar komu saman á jóladag; þótt fregnir hermdu að lítið sem ekkert veiddist hélt aflaklóin til fjalla og bjargaði jólunum!

Þau hjón, Jóhannes bróðir Ernu móður okkar og Margrét Árnadóttir, voru alltaf sem eitt í okkar augum og nú, þegar hugurinn er látinn reika áratugi aftur í tímann, áttum við okkur á því að líklega höfum við sjaldnast talað um þau hvort í sínu lagi. Þau voru nánast eitt og þótt elsku frændi sé horfinn á braut munum við væntanlega halda áfram að fara til „Möggu og Jóa“. Þótt einungis hún verði til staðar verður hann aldrei langt undan.

Sólveig, Sigrún og Þórdís.

Jóhannes Sigurjónsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
16. janúar 2026 | kl. 06:00

Jóhannes Sigurjónsson – lífshlaupið

16. janúar 2026 | kl. 05:50

Bryndís Baldursdóttir – lífshlaupið

09. janúar 2026 | kl. 10:30

Bryndís Baldursdóttir

Birna Baldursdóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 10:30

Vilhelm Guðmundsson

Björk og Alfa Vilhelmsdætur skrifa
08. janúar 2026 | kl. 06:00

Vilhelm Guðmundsson – lífshlaupið

08. janúar 2026 | kl. 06:00