Fara í efni
Minningargreinar

Haukur Jóhannsson

Minningarorð frá Skíðafélagi Akureyrar

Skíðafélag Akureyrar minnist Hauks Jóhannssonar, eins fremsta skíðamanns félagsins og landsins á áttunda áratug síðustu aldar. Haukur fæddist á Akureyri 17. janúar 1953 en lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 14. janúar.

Haukur keppti lengi fyrir Skíðafélag Akureyrar. Hann tók fyrst þátt í landsmóti í flokki fullorðinna árið 1971 og keppti alls á tíu landsmótum. Á þeim vann hann fjölda Íslandsmeistaratitla í alpagreinum, meðal annars í svigi árin 1972 og 1973, í stórsvigi árin 1974, 1975 og 1980 og í alpatvíkeppni árin 1972, 1979 og 1980. Auk þess vann hann margsinnis gullverðlaun í flokkasvigi.

Haukur Jóhannsson í keppni í stórsvigi.

Haukur keppti einnig mikið erlendis. Árið 1971 fór hann Bandaríkjanna í boði Rotaryklúbbsins í Portsmouth og tók þar þátt í skíðamótum í Bristol og Waterville Valley. Þar endaði hann í þriðja sæti í stórsvigi öðru sæti í svigi í fjölmennum keppnum. Hann tók þátt í sterku Evrópumóti í St. Moritz í Sviss og náði þar góðum árangri, meðal annars 12. sæti í stórsvigi þar sem 86 keppendur voru skráðir til leiks. Þá sigraði hann alþjóðlegt mót tannlækna og tannsmíða með yfir tvö hundruð keppendum, þrátt fyrir að ræsa aftarlega.

Hann keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Innsbruck árið 1976 og tók þar þátt í svigi og stórsvigi. Í svigi náði hann 32. sæti. Þátttaka hans á Ólympíuleikum var markverður áfangi í hans ferli og í sögu Skíðafélags Akureyrar. Einnig keppti hann á Heimsmeistaramótunum í St. Moritz 1974 og í Garmisch-Partenkirchen 1978.

Á landsmóti á Akureyri um páskana 1980 hlaut Haukur tvö gullverðlaun og tilkynnti í kjölfarið að hann hygðist hætta keppni á skíðum, 27 ára að aldri, eftir langan og árangursríkan keppnisferil.

Skíðafélag Akureyrar þakkar Hauk Jóhannssyni fyrir hans framlag til félagsins og íslenskra skíðaíþrótta og sendir fjölskyldu hans, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Haukur Jóhannsson

Gulló, Möggurnar þrjár, Tommi, Siggi og Geiri skrifa
23. janúar 2026 | kl. 10:00

Haukur Jóhannsson

Árni Óðinsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson – lífshlaupið

23. janúar 2026 | kl. 05:50

Jóhannes Sigurjónsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
16. janúar 2026 | kl. 06:00

Jóhannes Sigurjónsson

Sólveig, Sigrún og Þórdís Sævarsdætur skrifa
16. janúar 2026 | kl. 06:00