Fara í efni
Minningargreinar

Ingi Kristján Pétursson – lífshlaupið

Ingi Kristján Pétursson sjómaður og bílstjóri fæddist í Lækjargötu 3 á Akureyri 22. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu 8. janúar síðastliðinn.

Foreldrar Inga Kristjáns voru Pétur Björgvin Jónsson skósmiður, f. 26. nóvember 1891, d. 8. nóvember 1966, og Sigurbjörg Pétursdóttir húsmóðir, f. 14. febrúar 1902, d. 22. mars 1996.

Ingi var næstyngstur 15 systkina og eftirlifandi bræður hans eru Þorsteinn Pétursson, f. 27. maí 1945, kvæntur Snjólaugu Aðalsteinsdóttur, f. 7. júlí 1946, og Halldór Pétursson, f. 2. október 1941, kvæntur Bryndísi Björnsdóttur, f. 12. júlí 1945.

Þann 21. desember 1968 kvæntist Ingi Helgu Jónsdóttur frá Fjósatungu í Fnjóskadal. Helga fæddist 15. júní 1942 og lést 4. ágúst 2002. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Guðnadóttir, f. 2. október 1903, d. 16. desember 1981, og Jón Sigurjónsson, f. 15. apríl 1894, d. 16. maí 1968. Hún átti sex systkini.

Börn Inga Kristjáns og Helgu eru: 1) Jón Aðalbjörn, f. 25. janúar 1970, eiginkona hans er Jóhanna María Baldursdóttir, f. 30. janúar 1970. Börn þeirra eru: a) Berglind Sif f. 1991, eiginmaður hennar er Agnar Ingi Svansson, f. 1993. Sonur þeirra Viktor Breki, f. 2017, b) Helga Kristín f. 1995, maki Halldór Baldvin Stefánsson, f. 1992, börn þeirra eru Heimir Már, f. 2014 og Heiða María, f. 2017. c) Baldur Ingi f. 1999. 2) Pétur Björgvin Ingason, f. 25. janúar 1970. Eiginkona hans er Dagný Ósk Ingólfsdóttir, f. 29. ágúst 1973. Börn þeirra eru Aron Ingi f. 2003, Hilmar Máni f. 2005 og Hafdís Ósk f. 2007. 3) Ingi Rafn, f. 24. febrúar 1973. Eiginkona hans er Þorgerður Helga Árnadóttir, f. 10. desember 1974. Börn þeirra eru Ingólfur Óli f. 2005 og Valgerður Árný f. 2011. 4) Valgeir, f. 6. júlí 1978. Maki hans er Elva Dröfn Árnadóttir, f. 16. apríl 1981. Dóttir þeirra er Helga Hlíf f. 2024. Sonur Valgeirs frá fyrra hjónabandi er Guðmundur Ingi f. 2008. 5) Birgir, f. 11. október 1982. Eiginkona hans er Heiðrún Beck, f. 8. nóvember 1989. Sonur þeirra er Erik Ingi f. 2014. Heiðrún á son frá fyrra sambandi, Ómar Magna Halldórsson f. 2008.

Náin vinkona Inga Kristjáns til tæplega tólf ára er Árdís Maggý Björnsdóttir, f. 10. ágúst 1945. Hún er búsett á Sauðárkróki.

Ingi Kristján fór í Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann sóttist eftir því að fá að hjálpa til við að þvo og þrífa rúturnar sem komu á kvöldin á þvottaplan nærri heimili sínu á Gleráreyrum. Hann vann samviskusamlega hvort heldur hann var til sjós eða lands, alls staðar var hann rómaður verkmaður.

Hann tók snemma meirapróf bifreiðastjóra og vann sem bílstjóri í allmörg ár, til að mynda hjá KEA.

Eftir að hann hætti að keyra hjá KEA fékk hann vinnu sem afgreiðslumaður í bensíni hjá Höldi, í Veganesti við Hörgárbraut.

Eftir að hann hætti í Veganesti við Hörgárbraut vann hann fullan vinnudag í Húna II við að skrapa og mála, taka þátt í siglingum og öllu sem til féll.

Útför Inga Kristjáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 29. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.

Ingi Kristján Pétursson

29. janúar 2026 | kl. 06:30

Ingi Kristján Pétursson

Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar
29. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
26. janúar 2026 | kl. 19:45

Haukur Jóhannsson

Gulló, Möggurnar þrjár, Tommi, Siggi og Geiri skrifa
23. janúar 2026 | kl. 10:00

Haukur Jóhannsson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Skíðafélag Akureyrar skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00