Fara í efni
Minningargreinar

Anna Jónsdóttir

Anna Jónsdóttir - f. 25. júní 1950, d. 7. október 2025.
 
Mig vantar orð en samt er hugur minn fullur af orðum og minningum. Elsku Anna frænkusystir, síðustu dagar hafa verið óraunverulegir. Tár og minningar streyma fram, minningar sem eru frá því að ég flutti í Möðruvelli þriggja ára gömul með mömmu og Bjössa í maí 1965. Þá eignaðist ég nýja föðurfjölskyldu.
 
Takk fyrir öll árin sextíu. Það er ómetanlegt að hafa fengið að alast upp með þér, þar sem þú bjóst inn á heimilinu hjá bróður þínum og mágkonu, foreldrum mínum. Ef ég þurfti að útskýra fyrir einhverjum tengslin á milli okkar bætti ég gjarnan við: „Hún er eiginlega meira eins og systir mín en frænka“. Takk fyrir allt, takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Takk fyrir að vera frænkusystir. Ég er þakklát fyrir hvað það er stutt síðan við hittumst síðast. Þín verður sárt saknað en mestur er söknuður barnanna þinna og fjölskyldna þeirra.
 
Elsku Helga, Villi, Nonni, Hrönn, Sara og fjölskyldur, við höldum minningum um ykkar góðu mömmu á lofti. Hugur minn og hjarta er hjá ykkur. Samúðarkveðjur til ykkar og allra sem sakna og eiga um sárt að binda.
 
Kveðja,
Kittý frænkusystir

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Hulda Einarsdóttir skrifar
08. október 2025 | kl. 06:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Helga Björg Jónasardóttir skrifar
05. október 2025 | kl. 12:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Vala Ólöf Jónasdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 08:30

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar
25. september 2025 | kl. 08:30

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

25. september 2025 | kl. 06:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Sigríður María Bjarnadóttir og Vilborg Karlsdóttir skrifa
25. september 2025 | kl. 06:00