easyJet
2025 – Vel gekk að virkja sköpunarkraftinn
02.01.2026 kl. 10:00
Listir og menning skipuðu stóran sess hjá akureyri.net á nýliðnu ári sem fyrr. Auk þess að segja frá sýningum, listahátíðum, tónleikum og helstu viðburðum í bænum, þá höfum við greint frá fréttum er tengjast listalífinu og tekið veglegri viðtöl við ýmsa listamenn á árinu.
Hér fyrir neðan má finna nokkrar vel valdar umfjallanir frá árinu 2025 – Smellið á rauða letrið til að lesa meira.
JANÚAR

- „ÉG ER FRJÁLS“ – RIFTI UNIVERSAL SAMNINGNUM
Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson hefur haft í nægu að snúast eftir sigur í sænsku Idol söngkeppninni árið 2021. Hluti af því að vinna keppnina, var að fá samstundis útgáfusamning hjá framleiðslurisanum Universal. Birkir ræddi um tónlist sína og hvers vegna hann rifti samningum við Universal.

- METNAÐARFULL ÁFORM FYRIR HRAUN Í ÖXNADAL
Umfjöllun um Hraun í Öxnadal og metnaðarfull uppbyggingaráform á staðnum þar sem minning þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar verður heiðruð á fjölbreyttan hátt. - Meira hér: Spennandi tími eftir hremmingar hrunsins og Vilja leggja göngustíg að Hraunsvatni

- LISTAVERK Á FERÐALAGI
Listakonan Jonna sendi ferðatöskur fullar af list í ferðalag í upphafi árs. - Forréttindi að vinna með krökkunum – Viðtal í tveimur hlutum við Egil Andrason, ungan sviðshöfund sem tók að sér að leikstýra LMA, Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri, sem á árinu setti upp Galdrakarlinn í OZ í Hofi. Fyrri hlutinn: Fjölbreytileikinn í leikhúsinu heillar mig.
FEBRÚAR

- RÆTUR HUGMYNDARINNAR UM SKÖPUN BERNSKUNNAR
Viðtal í tveimur hlutum við listakonuna Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur um Sköpun bernskunnar, árlega sýningu í Listasafninu á Akureyri. Þar mætast fullorðnir og börn í listsköpun, en æska beggja kynslóða ræður ferðinni. Síðari hlutinn: Sköpun bernskunnar litar lífið til frambúðar. - Litrík matarboð og eitursvalið kettir – Viðtal í tveimur hlutum við Unni Stellu Níelsdóttir, unga akureyrska listakonu, sem málar undir nafninu StartStudio og hefur vakið athygli fyrir skemmtileg og litrík málverk.

- LÁNA BÓKASTAFLA Á HÆÐ VIÐ 47 AKUREYRARKIRKJUR
Mun fleiri gerðu sér ferð á Amtsbókasafnið á Akureyri árið 202nýliðnu ári en árið þar á undan og tóku fleiri bækur að láni. Dagný Davíðsdóttir verkefnastjóri viðburða og kynningarmála á safninu tók saman skemmtilega tölfræði: „Þó að margir haldi að bókasöfn sé lítið notuð og lestur sé að minnka sjáum við þetta ekki svo svart og erum bara bjartsýn fyrir framtíðinni,“ sagði hún.
MARS

- SKÖPUNARKRAFTURINN FLÆÐIR UM EYRINA
Viðtal við Karólínu Baldvinsdóttir um samvinnustofu við Gránufélagsgötu, sem opnuð var á árinu, sem fengið hefur nafnið Þúfa 46. Samvinnustofan er til húsa þar sem Valsmíði var áður. Þar hefur fjöldi listafólks vinnuaðstöðu, námskeið eru haldin fyrir almenning og eins getur almenningur keypt listaverk á staðnum eftir listafólkið. - Listakonan Emile vefur þrívíða textílskúlptúra – Danska listakonan Emilie Palle Holm var með sýningu á Listasafninu og af því tilefni var viðtal við hana um hennar forvitnulegu skúlptúra.

- RAGNAR HÓLM FÉKK VERÐLAUN Í CÓRDÓBA
Ragnar Hólm Ragnarsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir vatnslitamynd sína af Staðarbyggðarfjalli á vatnslitahátíðinni í Córdoba í Andalúsíu á Spáni.

- MAGNI FÉKK ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN
Magni Ásgeirsson hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir söng í flokknum popp-, rokk-, hipphopp- og raftónlist. Magni er búsettur á Akureyri með fjölskyldu sinni, rekur tónlistarskólann Tónræktina og starfar sem tónlistarmaður hér í bæ, þó að verkefnin séu mörg og víða.

- HLUSTENDAVERÐLAUNIN: SAINT PETE NÝLIÐI ÁRSINS
Akureyrski rapparinn Saint Pete – Pétur Már Guðmundsson – var kosinn nýliði ársins af hlustendum útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957 og X977.
APRÍL

- BÆJARFÉLAG SEM HLÚIR AÐ LISTAFÓLKI VERÐUR RÍKT
Umfjöllun í máli og myndum um Vorkomu Akureyrarbæjar þar sem veittar voru nokkrar viðurkenningar í mismunandi flokkum. Þrjú fengu heiðursviðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins, en það voru þau Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum.

- MA VANN SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA
Hljómsveitin Skandall, sem keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri, sigraði í árlegri Söngkeppni framhaldsskólanna. Skandall flutti lagið Plug In Baby með bresku hljómsveitinni Muse en nú með íslenskum texta.
MAÍ

- SÖGUR GRÉTU BERG Í MYNDLIST
Viðtal við listakonuna Grétu Berg Bergsveinsdóttir í tilefni opnunar á sýningunni Saga á Amtsbókasafinu. Gréta er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann í fimmtíu ár við hjúkrun. Hún þróaði svo sína eigin listmeðferð og starfaði lengi við heilsustofnunina í Hveragerði þar sem hún leiðbeindi skjólstæðingum að tengjast sköpunarkrafti sínum í heilunartilgangi. - Lífrænn dans nærmyndanna – Viðtal við Heimi Frey Hlöðversson, margmiðlunarlistamann og kvikmyndagerðarmann, um sýninguna Samlífi í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni voru upptökur Heimis af því sem á sér stað þegar eitthvað lífrænt efni mætir öðru og allt fer af stað.

- 30 ÁRA AFMÆLI SAFNASAFNSINS
Safnasafnið á Svalbarðseyri var opnað eftir vetrarlokun og 30 ára afmæli safnsins fagnað með fjórum áhugaverðum einkasýningum. Meira hér: Fjölmenni við opnun Safnasafnsins.
JÚNÍ

- FJÖRUTÍU ÁR AF LEIRLIST MARGRÉTAR
Leirlistarkonan Margrét Jónsdóttir átti fjörutíu ára starfsafmæli á árinu. Í samstarfi við Listasafnið á Akureyri auglýsti hún eftir að fá muni eftir sig að láni frá almenningi til þess að útbúa sýningu. Ekki stóð á svörum frá fólki og ótal leirmunir streymdu að og opnaði Margrét sýninguna 'KIMAREK' í Ketilhúsinu. Fjallað var um sýninguna og eins var Margrét í viðtali um leirlistarverk sem voru sérstaklega sköpuð fyrir Sigurhæðir, en á hverju ári er sett fram ný heildarsýning á staðnum ásamt ferskum verkum eftir samtímalistamann.

- GEFA SKÓLUM MYNDVERK Í MINNINGU ARNAR INGA
Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður hefði orðið áttræður 2. júní. Meðal fjölmargra ólíkra verkefna sem hann tók að sér voru listasmiðjur í grunnskólum víða um land og fjölskylda hans ákvað að gefa hverjum og einum þeirra skóla „myndverk úr arfleið hans til varðveislu í minningu um Örn Inga og list hans og Dýrleifu Bjarnadóttur (1943) píanókennara, eftirlifandi eiginkonu hans,“ eins og sagði í gjafabréfi.

- MÓTBYRINN VAR ALLTAF MEÐBYR ARNAR INGA
Í tilefni þess að 80 ár voru frá fæðingu Arnar Inga birti akureyri.net viðtal við þann margslungna listamann. Skapti Hallgrímsson ræddi við Örn Inga 10 dögum áður en hann lést, fyrirhugað var að viðtalið birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um haustið en af því varð. Að beiðni fjölskyldu listamannsins er það hins vegar að finna í bókinni Lífið er LEIK-fimi sem kom út í tengslum við samnefnda yfirlitssýningu á verkum Arnar Inga sem haldin var í Listasafninu á Akureyri frá 3. nóvember 2018 til 27. janúar 2019. - Sýnir teikningar af matnum fyrir og eftir – Viðtal við listakonuna Aðalheiði Eysteinsdóttur um sýninguna „Um hádegisbil“. Á sýningunni sýndi Aðalheiður blýantsteikningar af hádegismatardiski sínum annars vegar, og svo matnum þegar hann hefur farið í gegn um meltingarveginn hinsvegar.

- MERKILEG TEIKNING FANNST Í DAVÍÐSHÚSI
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi var mikill bókasafnari og átti stórt einkabókasafn. En eins og gengur og gerist áskotnaðist Davíð oft ýmislegt annað í söfnun sinni sem tengist íslenskri menningu og sögu enda mikill áhugamaður um slíkt. Nýverið fannst í Davíðshúsi merkileg rauðkrítarteikning eftir Sæmund Magnússon Hólm listamann og prest.
JÚLÍ

- MYRK RÓMANTÍK, ÞURRKUÐ BLÓÐ OG DAVÍÐ STEFÁNSSON
Viðtal við Guðmund Tawan Víðisson, fatahönnuð sem var sumarlistamaður Akureyrar árið 2025. Viðtalið fjallaði um listgjörning sem hann var með í Hofi, þar sem hann saumaði þurrkuð blóm í kjól. Kjólinn var svo sýndur fullkláraður síðar um sumarið á tískusýningu.

- LISTAMANNADVÖL Í KÍNA VARÐ MIKIÐ ÆVINTÝRI
Viðtal í tveimur hlutum við listamannaparið Örnu Valsdóttur og Aðalstein Þórsson, Steina, um um fjögurra mánaða listamannadvöl í Xiamen í Kína. Á þeim tíma bjuggu þau og störfuðu við CEAC (Chinese European Art Center), sem hefur verið rekin í u.þ.b. 30 ár af Ineke Guðmundsson og manni hennar, myndlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. Meira hér: Heiðraði minningu mömmu sinnar í Kína.

- KALEO OG VOR Í VAGLASKÓLI
Mörg þúsund manns mættu á tónleikana Vor í Vaglaskógi sem hljómsveitin Kaleo stóð fyrir í Fnjóskadal.
ÁGÚST

- DÝRMÆT ORÐ OG TÓNAR Í DAVÍÐSMESSU
Umfjöllun um Davíðsmessu sem er engin venjuleg messa. Davíðsmessa fer fram árlega í Davíðshúsi á Akureyri. Að þessu sinni var fullt hús líkt og síðustu tvö ár. Ljóð skáldsins eru uppistaðan í dagskránni, en í þeim er mikil trú, mennska og fegurð - sem hæfir vel til messuhalds. - Allt er hljóðfæri fyrir skapandi slagverksleikara Viðtal við Matiss Leo Meckl og Tirso Ortiz Garrigós sem skipa slagverksdúóið Puruñeka Duo, en dúóið hélt afar frumlega tónleika í Hofi í sumar.

- SELDI FYRSTU MYNDINA 12 ÁRA
Viðtal í tveimur hlutum við fjöllistamanninn Ólaf Sveinsson. „Sumir hafa kallað mig fjöllistamann, en ég hef samt aldrei farið í sirkus,“ sagði Ólafur, aðspurður um hvað skuli titla hann í viðtali. Að velja sér titil getur verið vandasamt, en Ólafur er einn af þeim sem hefur marga mismunandi hatta. Síðari hluti viðtalsins: Listsköpun fylgir Ólafi hvert fótmál.

- GERSEMAR VIGFÚSAR KOMNAR Á VEFINN
Mikið efni eftir Akureyringinn Vigfús Sigurgeirsson hefur verið sett inn á vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu – islandafilmu.is. Vefurinn hefur hlotið ákaflega góðar viðtökur frá því að hann opnaði árið 2020, skv. upplýsingum frá safninu, og hefur að geyma um 700 myndskeið og heilar myndir sem fólk getur horft á.
SEPTEMBER

- LÍFIÐ ER STÖÐUG ÆFING OG STÖÐUG HRÖRNUN
Vital við Egil Loga Jónasson, bæjarlistamann Akureyrarbæjar árið 2025. Í viðtalinu segist hann í grunninn vera þunglyndur og neikvæður. Honum finnst það fyndið en þó sé það varhugarvert. - Tilvistarkreppa og sjálfsblekking Viðtal við Sigurjón Kjartansson, tónlistarmann sem samdi tónlistina fyrir leikverkið „Elskan er ég heima?“ sem sýnt var í Samkomuhúsinu í haust.
OKTÓBER

- FYRSTA SKÁLDSAGA NÍNU FÆR FRÁBÆRA DÓMA
Viðtal í tveimur hlutum við Nínu Ólafsdóttir, rithöfund og líffræðing, sem sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu í haust „Þú sem ert á jörðu“. „Sagan er um konu sem elst upp í nyrstu byggðum jarðar, á heimskautasvæði. Hún er þarna að reyna að draga fram lífið, án flestra nútímaþæginda. Það er fremur óljóst hvað hefur átt sér stað í samfélagi mannanna, en við vitum að það er eitthvað stórt,“ segir Nína. Síðari hluti viðtalsins: Skrifar um endalok mannkyns á ljóðrænan hátt. - „Þetta er gamanverk með tilfinningum“ Viðtal við Ilmi Kristjánsdóttur um leikritið Elskan, er ég heima? sem sýnt var í Samkomuhúsinu í haust en Ilmur leikstýrði verkinu

- „VIÐBYGGINGIN“ FÆRÐ Á SINN STAÐ
Merkileg „viðbygging“ við Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli varð að veruleika. Um er að ræða fremsta hluta Boeing 757-223 þotunnar Eldfells, sem Icelandair afhenti safninu að gjöf fyrir nokkrum misserum, og skagar nú út úr norðurgaflinum. Innangengt verður í þotuna úr safninu.
NÓVEMBER

- MORGUNROÐI OG ANDI FORTÍÐAR
Umfjöllun um nýtt vegglistaverk sem kom upp í Listagilinum í haust. Verkið prýðir gaflinn á Kaupvangsstræti 19 og blasir við öllum þeim sem leið eiga upp Gilið. Það sýnir mannlíf, bíla og morgunsól í kringum 1970 og er eftir listamanninn Stefán Óla Baldursson.
DESEMBER

- SESSELÍA OPNAR DYRNAR AÐ ÁLFHEIMUM
Viðtal við Sesselíu Ólafs sem sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir jól, Silfurberg. Sesselía var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, í flokki barna- og ungmennabóka, fyrir Silfurberg. Þá hlaut Sesselía einnig þriggja mánaða listamannalaun til ritstarfa á nýju ári. - Jólakötturinn búinn að gjóta í Freyjulundi Viðtal við listakonuna Aðalheiði S. Eysteinsdóttur en hún og fjölskylda hennar eru með opna vinnustofu á heimili sínu í Freyjulundi á aðventunni. Um meira en tuttugu ára gamla hefð er að ræða sem er orðin ómissandi hluti af jólaundirbúningnum hjá listakonunni.