Fara í efni
Umræðan

VG: þrjú gefa kost á sér í 1. sæti

Þrjú bjóða sig fram í 1. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, fyrir Alþingiskosningarnar í haust; Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði, Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík og Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað, sem býður sig reyndar fram í 1. til 2. sæti. 

Alls gefa 12 kost á sér í forvali um fimm efstu sætin. Forvalið verður rafrænt, haldið 13. – 15. febrúar. Á fundi kjörstjórnar með frambjóðendum í gærkvöldi var ákveðið að halda þrjá málefnafundi með þeim sem eru í framboði – og verða þeir fundir opnir öllum sem vilja kynna sér frambjóðendur.

Allir þrír verða fjarfundir á Zoom: laugardag 6. febrúar klukkan 11.00, miðvikudag 10. febrúar klukkan 20.00 og laugardag 13. febrúar klukkan 11.00.

Auk þeirra þriggja sem áður voru nefnd gefa kost á sér í forvalinu:

Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri.

Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri.

Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði, 4.-5. sæti.

Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri.

Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri, 3. sæti.

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi 2. sæti.

Kári Gautason, framkvæmdastjóri í fæðingarorlofi, Reykjavík, 2. sæti.

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit.

Þau sem gefa kost á sér, efri röð frá vinstri: Ásrún, Bjarkey, Cecil, Einar Gauti, Helga Margrét og Ingibjörg. Neðri röð frá vinstri: Jana Salóme, Jódís, Kári, Óli, Sigríður Hlynur og Angantýr.

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00