Fara í efni
Umræðan

Enginn ráðherra úr Norðausturkjördæmi

Oddvitar stjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi: Ingibjörg Ólöf Isaksen - Njáll Trausti Friðbertsson - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Enginn oddvita stjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi verður ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sem tekur við völdum í dag.

Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokki, er 1. þingmaður kjördæmisins, Njáll Trausti Friðbertsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er oddviti VG.

Ráðherra í þessu öðru ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur verða 12 en voru 11 í ríkisstjórninni sem lætur af störfum í dag. Kristján Þór Júlíusson var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en er hættur á Alþingi og hverfur úr ríkisstjórn. Nýir ráðherrar eru Willum Þór Þórsson, nýliði á þessum vettvangi, og Jón Gunnarsson, sem var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017.

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er skipuð sem hér segir:

Ráðherrar Vinstri grænna

 • Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verður áfram forsætisráðherra.
 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður félags- og vinnumarkaðsráðherra – var áður umhverfis- og auðlindaráðherra.
 • Svandís Svavarsdóttir verður ráðherra matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar – var heilbrigðisráðherra.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokks

 • Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, verður áfram fjármála- og efnahagsráðherra.
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður utanríkisráðherra – var ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar.
 • Guðlaugur Þór Þórðarson verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála – var utanríkisráðherra.
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla – var dómsmálaráðherra.
 • Jón Gunnarsson verður dómsmálaráðherra allt að 18 mánuðum og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr oddviti flokksins í  Suðurkjördæmi, tekur síðan við því embætti.

Ráðherrar Framsóknarflokks

 • Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, verður innanríkisráðherra – var samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. 
 • Willum Þór Þórsson verður heilbrigðisráðherra – hefur ekki setið á ráðherrastóli áður. 
 • Lilja Alfreðsdóttir verður viðskipta- og menningarmálaráðherra – var áður mennta- og menningarmálaráðherra.
 • Ásmundur Einar Daðason verður skóla- og barnamálaráðherra – var áður félags- og barnamálaráðherra.

Þá er ljóst að Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, verður forseti Alþingis.

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55