Fara í efni
Umræðan

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Dr. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði og deildarformaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri, fjallar í dag kl. 12 um hvað sé næst nú eftir alþingiskosningar.

„Niðurstöður kosninganna um síðustu helgi liggja nú fyrir – hvað varðar fylgi flokka í það minnsta. Þessar niðurstöður þykja staðfesta að varanlegar breytingar hafa orðið á flokkakerfinu á Íslandi, sem aftur hefur mikið að segja um það hvers konar samsteypustjórnamynstur eru möguleg á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá HA.

„Í erindi sínu á félagsvísindatorgi mun Birgir fara yfir þessar breytingar og gera grein fyrir helstu fræðilegum skólum varðandi mat á myndun og líftíma samsteypustjórna og hvernig þær geta tengst stöðunni á Íslandi. Einnig mun hann fjalla um ástæður breytinga á flokkakerfinu og hver séu helstu tækifæri og vandamál í hinni pólitísku stöðu sem skapast hefur í þessum kosningum.“

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M102 og í beinu streymi – smellið hér til að fylgjast með.

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10