Fara í efni
Umræðan

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Dr. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði og deildarformaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri, fjallar í dag kl. 12 um hvað sé næst nú eftir alþingiskosningar.

„Niðurstöður kosninganna um síðustu helgi liggja nú fyrir – hvað varðar fylgi flokka í það minnsta. Þessar niðurstöður þykja staðfesta að varanlegar breytingar hafa orðið á flokkakerfinu á Íslandi, sem aftur hefur mikið að segja um það hvers konar samsteypustjórnamynstur eru möguleg á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá HA.

„Í erindi sínu á félagsvísindatorgi mun Birgir fara yfir þessar breytingar og gera grein fyrir helstu fræðilegum skólum varðandi mat á myndun og líftíma samsteypustjórna og hvernig þær geta tengst stöðunni á Íslandi. Einnig mun hann fjalla um ástæður breytinga á flokkakerfinu og hver séu helstu tækifæri og vandamál í hinni pólitísku stöðu sem skapast hefur í þessum kosningum.“

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M102 og í beinu streymi – smellið hér til að fylgjast með.

Jöfn tæki­færi til menntunar

Ingibjörg Isaksen skrifar
08. október 2024 | kl. 22:30

Góð leiksvæði eru gulls ígildi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
08. október 2024 | kl. 09:30

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00