Fara í efni
Umræðan

Fjórir nýliðar á þing úr NA-kjördæmi

Ingibjörg Ólöf Isaksen - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - Jakob Frímann Magnússon - Jódís Skúladóttir.

Fjórir nýliðar setjast á Alþingi úr Norðausturkjördæmi eftir kosningarnar í gær. Þeir eru Ingibjörg Ólöf Isaksen, nýr oddviti Framsóknarflokksins, og fyrsti þingmaður kjördæmisins, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins og Jódís Skúladóttir, VG, sem er uppbótarþingmaður. 

Þórarinn Ingi Pétursson, þriðji maður Framsóknar, er í fyrsta skipti kjörinn á Alþingi en hann kom oft inn sem varamaður á nýliðinu þingi og sat sem alþingismaður um tíma eftir að Þórunn heitin Egilsdóttir fór í veikindaleyfi. Þá sat Jakob Frímann sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna stuttan tíma fyrir hálfum öðrum áratug.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10