Fara í efni
Umræðan

Framsókn með 25% atkvæða og þrjá menn!

Sigurgleði Framsóknarmanna í nótt! Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, Ingibjörg Ólöf Isaksen, nýr þingmaður og fyrsti þingmaður kjördæmisins, og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti flokksins í bæjarstjórn Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum í gær; fékk fjórðung atkvæða og þrjá menn kjörna en var með tvo áður. Flokkur fólksins telst einnig til sigurvegara og náði manni á þing í fyrsta skipti. Sjálfstæðisflokkur fékk örlítið minna fylgi en síðast en heldur tveimur mönnum, VG heldur tveimur mönnum þrátt fyrir mikið fylgistap og fylgi Miðflokksins um það bil helmingast. Flokkurinn fær einn þingmann en var með tvo. Þá tapar Samfylkingin einnig manni þótt fylgið minnki ekki verulega.

   • Framsóknarflokkur 25% - 3 þingmenn
    Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. (6.016 atkvæði)   
   • Sjálfstæðisflokkur 18,5% - 2 þingmenn
    Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. (4.346 atkvæði) 
   • Vinstri græn 12,9% -  2 þingmenn
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir, uppbótarþingmaður. (3.040 atkvæði)
   • Samfylkingin 10,5% -  1 þingmaður
    Logi Már Einarsson. (2.465 atkvæði) 
   • Miðflokkurinn 8,9% - 1 þingmaður
    8,9% -Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. (2.092 atkvæði) 
   • Flokkur fólksins 8,6% - 1 þingmaður
    Jakob Frímann Magnússon. (2.026 atkvæði)

Þessir fengu ekki þingmann:

 • Viðreisn 5,4% (1.263 atkvæði) 
 • Píratar 5,3% (1.256 atkvæði) 
 • Sósíalistaflokkur Íslands 4,1% (954 atkvæði) 
 • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,3% (78 atkvæði)

Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins og nýr alþingismaður Norðausturkjördæmis sigri hrósandi í nótt. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55