Fara í efni
Umræðan

Kosningar til Alþingis í dag

Alþingiskosningar eru í dag. Akureyrarbæ verður skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, eina í Hrísey og eina í Grímsey.

Hér má sjá lista yfir kjördeildir á Akureyri.

Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla.

Kjörfundur hefst á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur einnig klukkan 9.00 en lýkur fyrr. Kjósendur þar eru hvattir til að mæta á kjörstað fyrir klukkan 17.00 en opið verður að lágmarki til 17.30, nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

  • Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.
  • Þá eru kjósendur beðnir um að gæta að smitvörnum, handspritt verður við innganga á kjörstað og öllum kjósendum gert að spritta hendur áður en farið er inn í kjördeildir.
  • Veistu ekki hvaða í hvaða kjördeild þú átt að kjósa? Svarið færðu með því að smella hér, slærð síðan inn kennitöluna þína og færð upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Gleðilegan kjördag!

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55