Fara í efni
Umræðan

Bjarkey verður í öðru sæti á lista VG

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Óli Halldórsson verða í tveimur efstu sætum á lista VG í Norðausturkjördæmi við alþingiskosningarnar í haust.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður VG, sem lenti í öðru sæti í forvali flokksins um helgina, hefur ákveðið að taka sæti á listanum. Hún var í vafa í gær, strax eftir að úrslit lágu fyrir.

„Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi,“ segir Bjarkey í færslu á Facebook síðu sinni.

„Fram undan eru mikilvægar kosningar og ég mun leggja allan minn kraft í að Vinstri græn hljóti góða kosningu. Við getum óhrædd lagt okkar góðu verk fyrir kjósendur í haust. Áfram VG!“

Frétt um niðurstöðu forvalsins

Viðbrögð Bjarkeyjar 

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45