Fara í efni
Umræðan

Aldrei hafa fleiri sótt um nám við háskólann

Mynd af vef Háskólans á Akureyri

Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu háskólans verið fleiri en að þessu sinni. Alls bárust um 2.340 umsóknir, sem er um 15% aukning frá síðasta ári og rúmlega 8% aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann.

Þetta kemur fram á vef skólans í dag.

Metfjöldi umsókna er í framhaldsnám í viðskiptafræðideild. „Þar talar framhaldsnám í stjórnun til umsækjenda en námið er 100% fjarnám. Þar fjölgar umsóknum um 70% milli ára. Þá er líka afar jákvætt að sjá að í allri umræðunni um yfirvofandi kennaraskort og dvínandi áhuga á kennaranámi er aukning umsókna í Kennaradeild hátt í 30% og metfjöldi frá upphafi,“ segir á vef HA.

„Háskólinn á Akureyri hefur vaxið ört á undanförnum árum og á starfsfólk þar stóran þátt sem hefur lagt mikið á sig við að byggja upp nám þar sem gæði og metnaður hafa ætíð verið í forgangi,“ segir Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor skólans. „Við gerum okkur grein fyrir því að slíkri aukningu fylgja áskoranir en ég er handviss um að við stöndum undir þeim. Þegar upp er staðið erum við þakklát fyrir traustið sem okkur er sýnt og ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að við erum spennt að taka á móti nýjum stúdentum sem hyggjast hefja hér nám í haust,“ segir Áslaug.

Í tilkynningunni á vef skólans segir: „Afar jákvætt er hve vel er tekið í þær námsleiðir sem einungis eru kenndar við Háskólann á Akureyri. Háskólinn hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hér á landi með námsleiðum á borð við líftækni, félagsvísindi, fjölmiðlafræði og iðjuþjálfunarfræði. Þá er Háskólinn á Akureyri eini háskóli landsins sem býður upp á nám til BS prófs í sjávarútvegsfræði og aukast umsóknir þar um 55% á milli ára.“

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50