Fara í efni
Umræðan

Fyrsti doktorinn frá HA í hjúkrunarfræði

Dr. Elín Arnardóttir er fyrst til þess að ljúka doktorsnámi í Hjúkrunarfræði síðan háskólinn fékk til þess heimild árið 2017. 

Nýlega varði Dr. Elín Arnardóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri en Elín er fyrst til þess að ljúka doktorsnámi í hjúkrunarfræði síðan háskólinn fékk til þess heimild árið 2017. 

Verkefni Elínar ber heitið „Tíðni forstigseinkenna sykursýki af tegund 2 og notkun fyrirbyggjandi nálgana í heilsugæslu.“ Ritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Árúnar K. Sigurðardóttur, prófessors við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd dr. Marit Graue, prófessor við HVL rannsóknarháskólann í Bergen í Noregi, dr. Timothy Skinner, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og miðstöðina fyrir atferlisrannsóknir á sykursýki í Melbourne í Ástralíu, og dr. Beate-Christin Hope Kolltveit, dósent við HVL rannsóknarháskólann í Bergen í Noregi.

Á heimasíðu Háskólans á Akureyri segir Hafdís Skúladóttir, forseti hjúkrunardeildar eftirfarandi: „Uppbygging doktorsnáms við háskólann hefur verið mikil og við erum stolt af því að geta boðið upp á doktorsnám á níu fræðasviðum. Mig langar að óska Elínu Arnardóttur til hamingju með að vera orðin doktor í hjúkrunarfræði og óska henni velfarnaðar í hennar störfum.“

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30