Vilja athugasemdir við drög að menntastefnu
Akureyrarbær kynnir nú drög að nýrri menntastefnu fyrir 2026-2031 og óskar eftir athugasemdum og ábendingum frá bæjarbúum. Í frétt frá Akureyrarbæ segir að ábendingar sem berist geti nýst til að styrkja stefnuna enn frekar, áður en hún verður lögð fram til samþykktar í ráðum bæjarins. Um er að ræða endurskoðun á menntastefnu bæjarins frá árinu 2020.
Í fréttinni kemur fram að stefnan hafi verið unnin á grundvelli víðtæks samráðs og fjölbreyttra gagna og greininga úr skólasamfélaginu. Í þeim drögum sem nú eru kynnt kemur fram að leiðarstef endurskoðaðrar menntastefnu sé Með heiminn að fótum sér og að þar verði lagður grunnur að því að börnum verði flestir vegir færir og að þau geti við lok grunnskólans valið sér leið í samræmi við áhuga og þarfir. Í drögunum er einnig fjallað um framtíðarsýn og meginmarkmið stefnunnar, auk þess sem þrír lykilþættir hennar eru tíundaðir.
- Hér er hægt að lesa drögin að menntastefnu Akureyrarbæjar 2026-2031
- Hér er eyðublað til að skila inn athugasemdum og ábendingum varðandi drögin að menntastefnunni
Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins
Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!
Listin að vera ósammála