Fara í efni
Umræðan

Albertína gefur ekki kost á sér aftur

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu á þingi eftir kosningarnar í haust. Hún tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni í kvöld.

Hún segir það hafa verið forréttindi að sitja á þingi og síðustu vikur hefði hún velt framhaldinu fyrir sér. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni,“ upplýsir hún.

„Þingstörfin eru að mörgu leyti virkilega gefandi og skemmtileg og mér hefur þótt ómetanlegt að vera fulltrúi NA-kjördæmis á þingi en raunveruleikinn er samt sem áður sá að starfið krefst mikils og er ekkert sérstaklega fjölskylduvænt. Þá sakna ég þess alltaf að geta ekki verið meira á Akureyri.

Eftir mikla umhugsun hef ég því komist að þeirri niðurstöðu að mig langar að veita nýja verkefninu alla mína athygli næstu mánuðina og hef ég því tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar.

Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag,“ segir Albertína Friðbjörg.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45