Fara í efni
Umræðan

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Öflugt markaðsstarf er lykilþáttur í því að stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónusta, geti haldið áfram að vaxa og dafna. Í samkeppni við önnur lönd og önnur svæði á Norðurslóðum er mikilvægt að halda því á lofti sem gerir Ísland að einstökum áfangastað. Tækifæri eru til staðar í vetrarferðaþjónustu um allt land til að nýta betur þá fjárfestingu sem bæði hið opinbera og einkageirinn hafa ráðist í á undanförnum árum. Þannig eykst verðmætasköpun allan ársins hring.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu og öflugt fólk vinnur að framgangi hennar á hverjum einasta degi. Þau leggja mikinn metnað í allt sitt markaðsstarf en til þess að árangurinn verði enn betri er mikilvægt að stjórnvöld leggi enn meiri áherslu á að kynna áfangastaðinn Ísland á erlendum mörkuðum.

Í janúar á hverju ári er haldinn stærsti viðburður íslenskrar ferðaþjónustu, Mannamót Markaðsstofa landshlutanna. Hann hefur sannað sig sem vettvangur fyrir framþróun, nýsköpun, aukin og bætt tengsl innan ferðaþjónustu. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hafa þar tækifæri til að sýna hvað þau bjóða upp á og ferðaskrifstofur af höfuðborgarsvæðinu geta sent starfsfólk sitt á sýninguna til að „fara hringinn“ í kringum landið á nokkrum klukkutímum til að skoða úrvalið. Þar sýna landsbyggðarfyrirtækin metnað í sinni markaðssetningu og samstöðu sem skilar árangri. Þó þau séu í samkeppni þá hafa þau öll sama markmiðið; að taka vel á móti ferðafólki og tryggja að upplifun þeirra verði einstök. Samstaðan og slagkrafturinn skilar þannig ávinningi fyrir allt landið.

Ferðaþjónustuvikan hefst í dag, þriðjudaginn 13. janúar og lýkur með Mannamótum þann 15. janúar. Fólk sem starfar í ferðaþjónustu eða tengist henni er hvatt til þess að mæta á viðburði í vikunni, efla fagleg tengsl og sækja upplýsingar um allt það sem hæst ber í íslenskri ferðaþjónustu. 

Halldór Óli Kjartansson er starfandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og sýningarstjóri Mannamóta

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00