Fara í efni
Umræðan

650 þúsund fyrir meðalfjölskyldu

Það eru um 43 innkaupakerrur. Fimm ára fiðlunám. 22 parkaúlpur á barnið. 1.494 skólamáltíðir. 34 sálfræðitímar. Höfðingleg fermingarveisla. Eða bara ferð út fyrir fjölskylduna.

650 þúsund krónur. Það er upphæðin sem meðalfjölskylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylkingarinnar á ári. Markmiðið er að stórauka stuðning við barnafjölskyldur og tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri óháð efnahag.

Allt of margir foreldrar eiga í basli með að uppfylla grunnþarfir barna sinna, eru kannski einni heimsókn til sálfræðings eða týndri skólaúlpu frá því að lenda í vandræðum með að borga reikninga um mánaðamótin. Þá er það er staðreynd að alltof mörg börn hafa ekki aðgang að tómstundum.

Og hvernig ætlar Samfylkingin að tryggja jöfn tækifæri barna? Með því að borga fleiri fjölskyldum hærri barnabætur í hverjum mánuði.

Tökum dæmi.

Par á meðallaunum með tvö börn fengi 54 þúsund krónur mánaðarlega.

Það eru um 650 þúsund á ári.

Einstætt foreldri með tvö börn fengi 77 þúsund krónur á mánuði.

Það eru 924 þúsund á ári.

Það munar um minna á flestum heimilum.
Þú getur reiknað út hvað þú fengir í barnabótakerfi Samfylkingarinnar á https://xs.is/reiknivel.

Nýtt barnabótakerfi Samfylkingarinnar, fjármagnað með upptöku stóreignaskatts á hreina eign yfir 200 milljónir, yrði ein stærsta skattatilfærsla til lág- og millitekjufólks sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Almennar barnabætur sem eru óskertar upp að meðallaunum er velferðarmál en það er líka góð hagstjórn að veita foreldrum andrými og fjárfesta í hag barna til lengri tíma.

Ef við ætlum að stórauka stuðning við barnafjölskyldur og taka upp norrænt barnabótakerfi – þurfum við aðra ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem berst með kjafti og klóm fyrir betra lífi fyrir þig – þína fjölskyldu – og komandi kynslóðir. Í stað þeirrar sem fagnar óbreyttu ástandi sem „stöðugleika“.

Kjósum Samfylkinguna á laugardag!

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16

Ég kýs Katrínu

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. maí 2024 | kl. 06:00