Fara í efni
Pistlar

Valdið heim

Nýfrjálshyggja síðustu áratuga hefur svipt dreifbýli og smáþorp Íslands efnahagslegu og pólitísku valdi. Jarðir, kvóti og auðlindir eru keyptar upp af auðkýfingum að sunnan eða erlendis frá og heimamenn sitja eftir með minna og minna milli handanna. Þau okkar sem hafa búið í brothættum byggðum landsins þekkjum það að heyja það sem stundum virðist vera óvinnandi orustu fyrir því að þorpið leggist ekki í eyði. En lausnin er til staðar ef við þorum að hrinda henni í framkvæmd: Valdefling byggðanna.

Sósíalísk byggðastefna byggir á að færa byggðarlögum vald um eigin framtíð og tryggja þannig raunverulega sjálfbærni. Þær auðlindir sem er að finna í heimabyggð ber að nýta á félagslegan hátt sem þjónar íbúum byggðalagsins.

Jarðir á svæðinu skulu vera í eigu fólks sem býr á þeim og nýtir þær í þágu samfélagsins í byggðinni. Miðin eiga að vera nýtt af heimafólki og vald yfir úthlutun nýtingarréttar á þeim miðum í höndum samfélagsins á svæðinu. Afurðir sem sóttar eru til lands og sjávar á að fullvinna í heimabyggð og auka þannig sjálfbærni og tryggja fjölbreytt atvinnulíf.

Staðan í dag er sú að mörg byggðarlög treysta á utanaðkomandi stórfyrirtæki til að halda í sér lífinu. Sú staða er óásættanleg og lausnin er valdefling með sósíalískri byggðastefnu. Sósíalistar vilja taka valdið úr höndum stórfyrirtækja, úr höndum auðvaldsins og fá valdið heim.

https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/byggdamal/

Rúnar Freyr Júlíusson er í 7. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september.

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00

Klukkustrengir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 11:30

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15