Jólahefðirnar mínar – Páll Magnússon
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Páll Magnússon,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Fjölskyldan mín hefur frekar venjulegar hefðir eins og að skera laufabrauð, jólabakstur og fleira og fleira. Enn ein hefð hjá okkur er ekki alveg jafn venjuleg og sú hefð er að alltaf á jóladagsmorgun þá gerum við okkur ristað með svína sem er gert með því að rista brauð og smyrja það með smjöri og skera sér sneið af afgangs hamborgarhrygg (Ef það eru afgangar) og setja það á brauðið. Svo þegar það er tilbúið horfum við alltaf á Empire Strikes Back. Þessi hefð byrjaði þegar pabbi minn var lítill og fékk Big Willie Style á geisladisk eftir Will Smith og Empire Strikes Back á spólu í láni frá nágrannanum sínum. Eftir að pabbi gleymdi að skila þessum hlutum og nágranninn gleymdi þeim alveg hefur hann horft á þessa mynd alltaf á jóladegi alveg síðan. Enn samt skilaði hann hlutunum á endanum. Þegar hann flutti út.

Jólin í eldgamla daga – Benedikt Már
Jólahefðirnar mínar – Regína Diljá
Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála
Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar