Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Ásta Ninna

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAÁsta Ninna Reynisdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar

Ég spurði pabba minn sem er fæddur árið 1977 út í jólin í þegar hann var yngri. Hann var alltaf heima í Vestmannaeyjum og það var aldrei skreytt heima hjá honum fyrr en á Þorláksmessu. Á aðfangadag var hann bara heima með bræðrum sínum og foreldrum. En á jóladag fór hann alltaf í jólaboð heim til ömmu Gunnu og afa Munda. Þetta var eiginlega bara eins og fermingarveisla. Það voru endalausar rjómatertur, smákökur og flatkökur í boði ásamt allskonar fleiru. Það var hefð að gera laufabrauð heima hjá honum. Sem er hefð sem mamma hans hélt áfram úr sinni æsku. Föðurbróðir pabba og fjölskyldan hans komu alltaf líka. Hann sagði að mamma sín hafi verið algjör jólasveinn og haldið uppi stuðinu á heimilinu í desember og að hann hafi verið mjög duglegur að bora smákökurnar sem hún bakaði. Uppáhalds jólagjafirnar sem hann fékk var blár íþróttabakpoki og Stuttgart fótboltabúningur eftir uppáhalds leikmanni hans Ásgeiri Sigurvinssyni.

Það eru eiginlega engar sérstakar jólahefðir sem hann hefur haldið áfram með nema að hafa hangikjöt í matinn á jóladag og ítalskt salat með því sem mömmu minni finnst afskaplega skrítið.

Honum finnst að jólin sem hann hélt í æsku hafi verið mikið meira svona hugguleg heima, liggja uppí sófa, lesa bækur og svoleiðis á meðan núna er alltaf reynt að fara út að gera eitthvað eins og ég man varla eftir jólunum án þess að hafa farið á skíði flesta daga á milli jóla og nýárs.

Þrettándinn er afar stór í eyjum. Mamma pabba hélt alltaf gríðarlega stórt kaffi boð þar sem nánast allir í eyjunni máttu mæta og borða nóg af góðum mat og kökum. Að líta til baka finnst honum þrettándinn vera það jólalegasta sem hann gerði í æsku þrátt fyrir að hann er þá að kveðja jólin honum fannst bara svo gaman þegar allir jólasveinarnir og tröllin komu niður í bæ úr fjöllunum.

Jólin í eldgamla daga – Benedikt Már

27. desember 2025 | kl. 16:00

Jólahefðirnar mínar – Páll Magnússon

27. desember 2025 | kl. 16:00

Jólahefðirnar mínar – Regína Diljá

27. desember 2025 | kl. 16:00

Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólin í eldgamla daga – París Hólm

26. desember 2025 | kl. 15:00