Fara í efni
Pistlar

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Dr. Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræði og deildarformaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri, fjallar í dag kl. 12 um hvað sé næst nú eftir alþingiskosningar.

„Niðurstöður kosninganna um síðustu helgi liggja nú fyrir – hvað varðar fylgi flokka í það minnsta. Þessar niðurstöður þykja staðfesta að varanlegar breytingar hafa orðið á flokkakerfinu á Íslandi, sem aftur hefur mikið að segja um það hvers konar samsteypustjórnamynstur eru möguleg á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá HA.

„Í erindi sínu á félagsvísindatorgi mun Birgir fara yfir þessar breytingar og gera grein fyrir helstu fræðilegum skólum varðandi mat á myndun og líftíma samsteypustjórna og hvernig þær geta tengst stöðunni á Íslandi. Einnig mun hann fjalla um ástæður breytinga á flokkakerfinu og hver séu helstu tækifæri og vandamál í hinni pólitísku stöðu sem skapast hefur í þessum kosningum.“

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M102 og í beinu streymi – smellið hér til að fylgjast með.

Íslensk meðvirkni

Sigurður Ingólfsson skrifar
03. júní 2023 | kl. 06:00

Sparilundur í Vaðlaskógi

Sigurður Arnarson skrifar
31. maí 2023 | kl. 10:10

Luton Town – af upprisu

Arnar Már Arngrímsson skrifar
29. maí 2023 | kl. 12:00

Flæði

Haukur Pálmason skrifar
29. maí 2023 | kl. 11:00

Hús dagsins: Grundarkirkja

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 19:00

Skógar og ásýnd lands

Sigurður Arnarson skrifar
27. maí 2023 | kl. 16:00