Jólahefðirnar mínar – Regína Diljá
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Regína Diljá Rögnvaldsdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Jólahefðirnar hjá minni fjölskyldu er ekki flókið. Við förum í laufabrauð tveimur eða þremur dögum fyrir jól. Öll fjölskyldan okkar býr í Reykjavík nema tveir bræður afa. Hjá einum þeirra er alltaf skata, soðinn fiskur og grjónagrautur. Ég er alltaf sú yngsta í skötunni og pabba finnst skrýtið að ég borði þetta. Hann býr á Hrafnagili svo oftast eftir boðið er farið í Jólahúsið og keypt jólakúlu. Hjá hinum bróðir pabba er búið til laufabrauð og drukkið kakó. Á jóladag fáum við hangikjöt og við tökum með smá afganga. Amma fann uppskrift í blaði sem er mjög góð sósa sem heitir gunnsusalat og pabbi gerir hana alltaf til að borða með hangikjötinu. Þetta er pínu skrýtin uppskrift en mjög góð. Oftast tveimur eða einni viku fyrir jól setjum við upp tré í stofunni.

Á aðfangadag fáum við skinku eða hamborgarhrygg. Í hádeginu gerir mamma grjónagraut og ristað brauð með graflax og sósu. Pabbi þarf alltaf að hafa sykur brúnaðar kartöflur með matnum en mamma vill alltaf hafa franskar með. Eftir mat er sett í vélina og við systkinin setjum pakka undir tréð. Mamma gerir alltaf toblerone ís og mars sósu. Annan í jólum bjóðum við nokkru fólki í afgangaboð. Þá kemur fólk með afganginn frá fyrrverandi dögum. Gamlárs er oftast í Reykjavík heima hjá foreldrum pabba með hans systkynum en Nýárs Maturinn hjá foreldrum mömmu og systrum hennar.

Jólin í eldgamla daga – Benedikt Már
Jólahefðirnar mínar – Páll Magnússon
Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála
Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar