Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Magni Rafn

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAMagni Rafn Ragnarsson,10. bekk Lundarskóla skrifar

Jólin í æsku hjá foreldrum mínum voru að þeirra sögn ekki ósvipuð þeim sem við fjölskyldan höldum í dag. Varðandi matarhefðir þá var alltaf svínahamborgarhryggur í matinn á aðfangadagskvöld á æskuheimili mömmu og svo hangikjöt á jóladag. Hjá pabba var hins vegar lambahryggur með beikoni á aðfangadagskvöld en hangikjöt á jóladaginn. Mamma virðist samt hafa fengið að halda sínum matarhefðum þar sem hún eldar alltaf svínahamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. Sú hefð að borða möndlugraut í hádeginu á aðfangadag kemur svo frá pabba.

Við fjölskyldan höfum einnig verið dugleg að stofna okkar eigin hefðir. Má þar nefna sem dæmi að við bökum alltaf lussekatter á aðventunni sem er sænskur siður, einnig má nefna að allir á heimilinu fá í skóinn 24. desember frá Kertasníki, óháð aldri.

Þrátt fyrir alla þessa skemmtilegu hluti sem að við fjölskyldan gerum saman eru foreldrar mínir sammála um það að jólin hafi verið skemmtilegri þegar að þau voru börn enda jólin hátíð barnanna.

Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólin í eldgamla daga – París Hólm

26. desember 2025 | kl. 15:00

Litasjónvarp, gelgjubókmenntir og ægileg hlussa

Orri Páll Ormarsson skrifar
26. desember 2025 | kl. 14:00

Jólahefðirnar mínar – Brynja Dís

25. desember 2025 | kl. 06:30

Jólin í eldgamla daga – Anna Lilja

25. desember 2025 | kl. 06:30