Fara í efni
Pistlar

Þjóðin hafnar öfgum – vill stöðugleika

Ingibjörg Ólöf Isaksen er nýliði á Alþingi en verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningunum í gær. Kona hefur ekki verið kjörin fyrsti þingmaður kjördæmisins síðan 2003, þegar Valgerður Sverrisdóttir fór fyrir lista Framsóknar sem fékk flest atkvæði allra.

„Markmið okkar var þetta; að fá fyrsta mann kjördæmisins og ná þremur mönnum inn á þing. Það er greinilega góður hljómgrunnur fyrir því sem Framsóknarflokkurinn hefur fram að færa, ekki bara í Norðausturkjördæmi heldur landinu öllu. Við erum í stórsókn og eigum mikið erindi,“ sagði Ingibjörg Ólöf við Akureyri.net í dag.

Ráðherra úr kjördæminu?

Spurð um skýringar á miklum árangri Framsóknarflokksins í kosningunum, svarar Ingibjörg: „Ég held að þjóðin sé að hafna öfgum. Hún vill stöðugleika.“

Ingibjörg kveðst ólýsanlega þakklát fyrir stuðninginn. Að verkefni eins og þessu komi margir og grasrót flokksins hafi unnið frábært starf í marga mánuði.

„Framsóknarmenn fundu mikinn meðbyr í kjördæminu í aðdraganda kosninganna, og skoðanakannanir lofuðu góðu. Við óttuðumst jafnvel að þetta væri of gott til að vera satt,“ segir Ingibjörg en svo reyndist alls ekki vera. „Þetta er stórsigur. Aukning á fylgi í kjördæminu er hátt í 80%, við förum úr 14,3 í 25,6%!“

Eftir afgerandi sigur flokksins í kjördæminu liggur beint við að spyrja Ingibjörgu hvort hún muni fara fram á ráðherraembætti, verði Framsóknarflokkurinn áfram í ríkisstjórn.

„Mér finnst það eðlileg krafa,“ segir hún og bætir við að sér sé ljóst að fólk í kjördæminu sé almennt á þeirri skoðun, ekki bara Framsóknarmenn, að í hverri einustu ríkisstjórn eigi að vera ráðherra úr Norðausturkjördæmi. Hún hafi fundið fyrir því í kosningabaráttunni.

Auk Ingibjargar voru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson kjörin á Alþingi af lista Framsóknarflokksins í kjördæminu.

Sperðlar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
09. desember 2024 | kl. 11:30

Hér og nú – Frá augnabliki til augnabliks

Haukur Pálmason skrifar
09. desember 2024 | kl. 06:00

Íþróttasíða Halls Símonarsonar

Jóhann Árelíuz skrifar
08. desember 2024 | kl. 13:00

Hvar er hinn sanni jólaandi?

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
06. desember 2024 | kl. 06:00

Grenivík

Jón Óðinn Waage skrifar
04. desember 2024 | kl. 13:00

Jólatré við JMJ og Joe's

Sigurður Arnarson skrifar
04. desember 2024 | kl. 10:30