Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Benedikt Már

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGABenedikt Már Þorvaldsson,10. bekk Lundarskóla skrifar

Djúpsteiktir kjúklingabitar á Þorláksmessu!

Byggt að viðtali við mömmu sem er fædd árið 1980

Á mínu heimili erum við ekkert sérstaklega mikið að ræða æsku foreldra minna öllu jafna. Það var því ánægjulegt að spjalla við mömmu um hennar jól í æsku á meðan hún pakkaði inn jólagjöfum á aðventunni.

Þegar ég spurði hana út í hvernig jólin voru þegar hún var lítil og hvernig þau eru í samanburði við jólin í dag stóð ekki á svörum. Þegar hún var lítil þá var haldið í hefðirnar frá foreldrum hennar. Þá fóru þau fjölskyldan alltaf niður í bæ á Þorláksmessu, keyptu jólatré og í framhaldinu fóru þau á eina kjúklingastað bæjarins sem hét Crown Chicken. Um kvöldið var svo allt skreytt hátt og lágt. Á aðfangadagskvöld var alltaf borðuð purusteik og rjúpur eftir að kirkjuklukkurnar á Rás 1 höfðu hringt inn jólin. Það var svo á meðan verið var að vaska upp að mamma fékk að opna einn lítinn pakka, gjarnan frá vinkonu. Það er sennilega ein af þeim hefðum sem við höfum haldið í frá hennar æsku.


Þegar ég var yngri voru jólin ekki svo frábrugðin þessum jólum sem ég lýsti hér að ofan. Pabbi náði þó inn einni hefð frá sinni æsku en það er klassískur rækjukokteill sem hann er alinn upp við að hafa í forrétt á jólunum. Með árunum hafa svo jólin þróast hjá okkur fjölskyldunni og erum við til dæmis ekkert alltaf með það sama í matinn á aðfangadagskvöld en við höfum líka fært okkur úr lifandi tré yfir í gervijólatré. Í fyrra fórum við svo í fyrsta skipti til útlanda um jólin og ætlum að gera það aftur í ár. Mér finnst gaman að halda í hefðir forfeðra minna en á sama tíma finnst mér mikilvægt að láta þær ekki stjórna sér og gefa sér rými til að skapa sínar eigin hefðir.

Jólin í eldgamla daga – Ásta Ninna

27. desember 2025 | kl. 16:00

Jólahefðirnar mínar – Páll Magnússon

27. desember 2025 | kl. 16:00

Jólahefðirnar mínar – Regína Diljá

27. desember 2025 | kl. 16:00

Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólin í eldgamla daga – París Hólm

26. desember 2025 | kl. 15:00