Fara í efni
Pistlar

Ný Miðgarðakirkja verður vígð í sumar

Miðgarðakirkja er að verða tilbúin eftir uppbyggingu. Mynd: vefsíða Akureyrarbæjar

Það var blíðskaparveður þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar heimsótti Grímsey ásamt starfsfólki sveitarfélagsins á þriðjudaginn var. Í frétt um heimsóknina á vefsíðu bæjarins segir að tilgangurinn hafi verið að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu sveitarfélagsins.

Kirkjan vígð í sumar og nýr göngustígur

Það verða að teljast góðar fréttir, að í sumar stendur til að vígja nýja Miðgarðakirkju. Sú gamla brann til kaldra kola í eldsvoða í september 2021 og bygging nýrrar gengur vel. Hópurinn skoðaði kirkjuna, en einnig var nýr göngustígur skoðaður. Hann liggur meðfram vesturströnd eyjarinnar og var kláraður á síðasta ári. Með tilkomu stígsins eykst aðgengi að sögustöðum og fallegri strandlínu, segir ennfremur í fréttinni.

Fundur gestanna með heimafólki var haldinn í félagsheimilinu Múla, þar sem rætt var um margvísleg málefni, svo sem lausagöngu búfjárs, ástand gatna, húseignir bæjarins, mál er varða slökkviliðið auk umræðu um byggðakvóta og ferjumál.

 

Nokkrar myndir úr fréttinni á vef bæjarins

Miðgarðakirkja er að verða tilbúin og verður vígð í sumar.

Helsti tilgangur ferðarinnar var að eiga í samtali við heimafólk.

Nýji göngustígurinn.

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15