Fara í efni
Pistlar

Grímsey: Ekki siglt með farþega í nokkrar vikur

Mynd af vef Akureyrarbæjar

Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp að morgni 6. október, og gert er ráð fyrir að hún verði þar út mánuðinn. Á meðan Sæfari er í slipp verða engar farþegasiglingar milli Dalvíkur og Grímseyjar en Þorleifur EA 88 mun sigla með farm sömu daga og ferjan hefði annars farið.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar í dag.

„Farþegar þurfa að nýta flugferðir á meðan á fjarveru Sæfara stendur. Flugáætlunin helst óbreytt í október og verða áfram þrjár ferðir í viku – á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

„Viðhaldi á Sæfara verður skipt í tvennt, til að lágmarka truflun á samgöngum. Þessi fyrri slippur fer fram nú í október, en önnur, styttri viðhaldslota er fyrirhuguð eftir áramót. Þá verður ferjan ekki dregin á þurrt, heldur verður unnið við hana við bryggju og meðal annars verður nýr krani settur um borð.“

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Ólafur Torfason skrifar
07. október 2025 | kl. 18:00