Fara í efni
Pistlar

Gáfu Grímseyjarkirkju Guðbrandsbiblíu

Hjónin Hrafnhildur A. Hallgrímsdóttir og Kolbeinn I. Arason með biblíuna góðu. Myndir af vef Akureyrarbæjar.

Hjónin Hrafnhildur A. Hallgrímsdóttir og Kolbeinn I. Arason færð Grímseyjarkirkju Guðbrandsbiblíu að gjöf á dögunum. Þetta kemur fram á veg Akureyrarbæjar.

Bókina erfði Hrafnhildur eftir móður sína Önnu Ragnheiði Fritsdóttur Berndsen eða eins og segir í gjafabréfinu sem fylgdi biblíunni:

Frá Hrafnhildi Önnu Hallgrímsdóttur

Guðbrandsbiblían var gefin út 1956-1957 í 500 eintökum og er þessi númer 399.

Ég fann til með íbúum Grímseyjar þegar kirkjan brann og ákvað í því samhengi að gefa Miðgarðakirkju þennan grip.

Saga þessarar biblíu. Faðir minn Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum f. 22.06.1901 d. 03.12.1983 gaf móður minni, Önnu Ragnheiði Fritsdóttur Berndsen f. 19.12.1912 d. 04.03.1992 frá Skagaströnd biblíuna, ekki vitað hvaða ár.

Ég eignaðist biblíuna við andlát móður minnar 1992.

Njótið vel kæru Grímseyingar

Hrafnhildur A. Hallgrímsdóttir

Kolbeinn I. Arason

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að þessa dagana sé verið að steypa grunn að nýrri kirkju og að verkið gangi vel. „Vonir standa til að ytra byrði kirkjunnar verið komið upp fyrir lok september og innviðir hennar verði orðnir klárir fyrir næsta sumar. Margir hafa lagt kirkjunni lið og stendur söfnunarátak yfir svo hægt verði að klára hana að fullu.“

Hægt er að fylgjast með gangi söfnunarinnar á vef Grímseyjar og þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja verkefnið. Smellið hér til að sjá hvernig söfnunin gengur.

Lífviður frá Asíu

Sigurður Arnarson skrifar
11. september 2024 | kl. 09:45

Verkstjórar eigin hugmynda

Magnús Smári Smárason skrifar
10. september 2024 | kl. 15:45

Kaupfélag verkamanna

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
09. september 2024 | kl. 10:30

Apótekaralakkrísinn

Jóhann Árelíuz skrifar
08. september 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Litli-Hamar

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
07. september 2024 | kl. 15:15

Sjálfbærni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
07. september 2024 | kl. 09:00