Fara í efni
Umræðan

Um 400 íbúðir í byggingu á Akureyri

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Rúmlega 400 íbúðir eru í byggingu á Akureyri og lóðum hefur verið úthlutað þar sem byggja má 170 íbúðir. Auk þess eru lausar lóðir til úthlutunar fyrir rúmlega 40 íbúðir og lóðir fyrir um 90 íbúðir bíða ákvörðunar um með hvaða hætti þeim lóðum verður úthlutað. Þá liggur fyrir deiliskipulag tveggja lóða þar sem byggja má 50 íbúðir. Þetta kemur fram í minnisblaði Péturs Inga Haraldssonar, skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar, um stöðu mála við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Akureyri í dag.

Þessi tala um íbúðir í byggingu er nokkru hærri en kemur fram á mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um íbúðir í byggingu. Pétur bendir á að þar megi fylgjast með framkvæmdum við uppbyggingu íbúða eins og staðan er á hverjum tíma, en samkvæmt mælaborðinu eru 222 íbúðir í byggingu á Akureyri. Inn í þá tölu vantar hins vegar allar framkvæmdir sem nýlega hafa farið af stað í Móahverfi.

Minnisblaðið var lagt fram til kynningar á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í vikunni. Þar er farið yfir þróun mála og stöðuna í dag. Þar koma meðal annars fram eftirfarandi punktar um stöðu mála:

  • Hagahverfið hefur verið meginuppbyggingarsvæði íbúða á Akureyri frá 2016, en framkvæmdir á síðustu lóðum innan hverfisins eru í gangi um þessar mundir.
  • Gert er ráð fyrir 1.200-1.400 íbúðum í Holtahverfi og Móahverfi, sem ættu miðað við 2,3 íbúa að meðaltalí í íbúð að vera fyrir 2.750-3.200 manns. Framkvæmdir í Holtahverfi hófust 2021/2022. Framkvæmdir í Móahverfi hófust síðastliðið vor.
  • Í Holtahverfi eru 77 íbúðir í byggingu, lóðum fyrir 40 íbúðir hefur verið úthlutað og lóðir fyrir 110 íbúðir eru lausar til úthlutunar.
  • Í Móahverfi eru 188 íbúðir í byggingu, lóðum fyrir 113 íbúðir hefur verið úthlutað, eftir er að staðfesta tilboð í 31 lóð og 26 lóðir eru lausar til úthlutunar.
  • Á öðrum svæðum eru 138 íbúðir í byggingu, 19 lóðum hefur verið úthlutað og heimild í skipulagi fyrir 56 íbúðum til viðbótar. Í þessum tölum eru íbúðir og lóðir við Skarðshlíð 20, Norðurgötu 3-7, Austurbrú, Kjarnagötu 53, Höfðahlíð 2, Lönguhlíð 28, Hafnarstræti 34-36, Gránufélagsgötu 22 og 24, Hvannavelli 10 og Viðjulund 1.
  • Uppbygging hefur verið í gangi á nokkrum lóðum í miðbæ Akureyrar og nágrenni, þ.e. Hofsbót, Austurbrú, Skipagötu 12 og Hafnarstræti 34-36.
  • Unnið er að deiliskipulagi fyrir um 200 íbúðir á tjaldsvæðisreitnum.
  • Unnið er að deiliskipulagi fyrir 100-150 íbúðir við Gleráreyrar.
  • Stefnt er að uppbyggingu á nokkrum minni þéttingarreitum á næstunni, til dæmis við Norðurgötu 3-7, Hvannavelli 10, Gránufélagsgötu 22-24 og í Viðjulundi 1. Ekki liggur þó fyrir hvenær uppbygging hefst á þessum svæðum.

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40