Fara í efni
Umræðan

U19 lið Íslands komst í lokakeppni EM

Íslensku strákarnir fagna í gærkvöldi. Bjarni Guðjón Brynjólfsson númer 13. Mynd af heimasíðu Þórs, frá KSÍ.

Landslið leikmanna 19 ára og yngri í knattspyrnu – svokallað U19 lið – vann sér í gær sæti í lokakeppni Evrópumóts í fyrsta skipti.  Ísland vann  þá Ungverjaland 2:0 í lokaleik milliriðils sem fram fór í Englandi, hafði áður gert jafntefli við Tyrkland, 2:2, og unnið England 1:0.

EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí í sumar.

Þórsarinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson og KA-maðurinn Ingimar Stöle Thorbjörnsson, sem kom frá norska liðinu Víkingi í Stavanger í vetur, voru í landsliðshópnum. Bjarni Guðjón kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjunum en Ingimar kom ekki við sögu að þessu sinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem U19 lið karla vinnur sér inn sæti í lokakeppni Evrópumótsins, sem fyrr segir en „árið 1997 var lokakeppni mótsins hins vegar haldin á Íslandi og því fékk Ísland sæti á mótinu án þess að fara í gegnum undankeppni,“ segir á vef KSÍ.

Á heimasíðu Þórs er rifjað að Aron Ingi Magnússon og Kristófer Kristjánsson tóku þátt í undirbúningi liðsins síðastliðið ár og var Aron Ingi á meðal leikmanna þegar Ísland komst áfram úr fyrri undanriðlinum í nóvember.

„Í íslenska liðinu er annar drengur sem sleit fyrstu takkaskónum sínum í Þorpinu; Kristian Nökkvi Hlynsson sem nú leikur með hollenska stórveldinu Ajax,“ segir á Þórsvefnum.

Frétt á vef KSÍ

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00