Fara í efni
Umræðan

Komast KA-strákarnir í bikarúrslitahelgina?

Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór hamförum í einu viðureign KA og Fram til þessa í vetur; hann gerði 12 mörk þegar KA-menn fögnuðu sigri á Fram í deildarleik í Reykjavík í október. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Átta liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik, Powerade-bikarsins, fara fram í kvöld, föstudagskvöld. KA fær þá Íslands- og bikarmeistara Fram í heimsókn í KA-heimilið og sannarlega er mikið undir því sigurliðið tryggir sér sæti í fjögurra liða bikarúrslitahelgi, sem svo er kölluð.

  • Powerade-bikar karla í handknattleik
    KA-heimilið kl. 18:00
    KA - Fram

Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni í vetur og þá hafði KA betur á heimavelli Fram, vann 32:28 föstudagskvöldið 10 október.

Aðrir leikir átta liða úrslitanna eru viðureignir HK og Hauka, Fjölnis og ÍR og svo Aftureldingar og FH. Sigurliðin í þessum leikjum tryggja sér sæti í lokakafla keppninnar; undanúrslit fara fram fimmtudaginn 26. febrúar og sigurliðin það kvöld mætast í úrslitaleiknum tveimur dögum seinna, laugardaginn 28. febrúar.

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00