Makríllinn vannýttur
19. desember 2025 | kl. 06:00
Átta liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik, Powerade-bikarsins, fara fram í kvöld, föstudagskvöld. KA fær þá Íslands- og bikarmeistara Fram í heimsókn í KA-heimilið og sannarlega er mikið undir því sigurliðið tryggir sér sæti í fjögurra liða bikarúrslitahelgi, sem svo er kölluð.
Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni í vetur og þá hafði KA betur á heimavelli Fram, vann 32:28 föstudagskvöldið 10 október.
Aðrir leikir átta liða úrslitanna eru viðureignir HK og Hauka, Fjölnis og ÍR og svo Aftureldingar og FH. Sigurliðin í þessum leikjum tryggja sér sæti í lokakafla keppninnar; undanúrslit fara fram fimmtudaginn 26. febrúar og sigurliðin það kvöld mætast í úrslitaleiknum tveimur dögum seinna, laugardaginn 28. febrúar.