Körfubolti: Þórsliðið ósigrað í 1. deildinni
Kvennalið Þórs í körfuknattleik kláraði síðasta leik sinn á árinu með stórsigri, eins og raunar alla leiki sína í 1. deildinni það sem af er tímabilinu. Þórsstelpurnar sóttu Snæfell heim í Stykkishólm í gærkvöld og unnu með 33 stigum, 97-64.
Það varð snemma ljóst í hvað stefndi, Þórsliðið með forystuna allan leikinn og vann fyrsta leikhutann með 19 stiga mun, en annar leikhluti var jafnari og forystan 21 stig eftir fyrri hálfleikinn. Þriðji leikhlutinn var einnig jafn, en munurinn 23 stig fyrir lokafjórðunginn sem Þór vann með tíu stigum.
Emma Karólína Snæbjarnardóttir var stigahæst í Þórsliðinu með 29 stig og sjö stoðsendingar og Chloe Wilson næst með 26 stig og 11 fráköst. Iho Lopez tók 15 fráköst. Hjá Snæfelli var Anna Soffía Lárusdóttir atkvæðamest með 24 stig og níu fráköst.
- Snæfell - Þór (10-29) (16-18) 26-47 (24-26) (14-24) 64-97
Helstu tölur hjá Þórsliðinu, stig/fráköst/stoðsendingar:
- Emma Karólína Snæbjarnardóttir 29/4/7
- Chloe Wilson 26/11/5 - 38 framlagspunktar
- Iho Lopez 14/15/3
- Emilie Ravn 13/6/4
- Yvette Adriaans 7/6/2
- Karen Lind Helgadóttir 5/3/1
- Hrefna Ottósdóttir 3/2/1
- Kristín María Snorradóttir 0/1/0
Tölfræði leiksins
Þór er á toppi 1. deildarinnar, eina ósigraða liðið í deildinni þegar liðið hefur leikið níu leiki af 18. Liðið hefur skorað 906 stig í níu leikjum, eða rétt rúm 100 stig í leik og unnið leikina með að meðaltali rúmlega 45 stiga mun. Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir áramót, en næsti leikur er 7. janúar.
Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?
Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?
Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi
Innflytjendur, samningar og staðreyndir