Tryggvi Snær valinn körfuboltakarl ársins
Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) hefur valið körfuknattleikskonu og körfuknattleikskarl ársins 2025. Í ár hlutu Þórsarinn Tryggvi Snær Hlinason og Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík og þessa nafnbót – Sara Rún í fimmta sinn og Tryggvi Snær í annað sinn.
Körfuknattleiksfólk ársins er valið í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og þjálfurum karla-og kvennalandsliðanna. Allt frá árinu 1998 hefur valið hjá KKÍ verið tvískipt milli karla og kvenna.
Tryggvi Snær, sem hóf körfuknattleiksferil sinn með Þór á Akureyri og vakti snemma gríðarlega athygli, leikur með Surne Bilbao Basket á Spáni og er nú valinn körfuknattleikskarl ársins annað árið í röð. Umsögnin um hann er eftirfarandi:
Tryggvi Snær átti stórkostlegt ár með félagsliði sínu Bilbao Basket og íslenska landsliðinu. Bilbao sigraði FIBA Europe Cup með glæsilegum sigri á PAOK frá Grikklandi í úrslitaeinvígi. Tryggvi átti sinn besta leik í undanúrslitum keppninnar, þegar hann var framlagshæstur sinna manna í sigri á Tofas frá Tyrklandi. Tryggvi var frábær fyrir íslenska landsliðið á Eurobasket í Póllandi. Hann leiddi íslenska liðið í stigaskorun og fráköstum, og var sjötti framlagshæsti leikmaður mótsins, ásamt því að enda í öðru sæti í 2 stiga skotnýtingu – á milli þeirra Giannis Antetokounpo og Nikola Jokic.
Opið bréf til samgönguráðherra
Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?
Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?
Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi