Fjölmörg tækifæri fyrir hlé á jólaösinni
Síðasta heila vikan fyrir jól er hlaðin íþróttakappeikjum, heima og að heiman. Sum lið eru nú þegar komin í jólafrí, að minnsta kosti frá keppni, þótt æfingar haldi eflaust áfram hjá flestum fram á næstu helgi. KA á tvo heimaleiki í handboltanum í vikunni, deildarleik í kvöld og bikarleik á föstudag. KA/Þór á heimaleik á fimmtudag. Þá eru á dagskrá útileikir í blaki, íshokkí og körfubolta, auk nokkurra leikja í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu.
Það er semsagt af nógu að taka og fullt af tækifærum fyrir íþróttaáhugafólk að líta upp úr jólaundirbúningnum og færa stressið yfir í að styðja sitt lið – eða bara mæta til að slaka á og fylgjast með skemmtilegum íþróttaleikjum.
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER - handbolti
Karlalið KA í handboltanum tapaði heimaleik í liðinni viku eftir góða hrinu á heimavelli, en fær tækifæri til að bæta það upp strax í kvöld í lokaumferð Olísdeildarinnar fyrir jól, og raunar síðasta deildarleik liðsins í rúmlega sjö vikur þar sem hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni vegna Evrópumótsins.
- Olísdeild karla í handknattleik
KA-heimilið kl. 19
KA - HK
KA vann fyrri viðureign þessara liða í deildinni í haust, 31-27, í Kórnum. HK vann Stjörnuna í síðustu umferð með eins marks mun, en KA tapaði með sex mörkum fyrir Aftureldingu.
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER - íshokkí
Karlalið SA í íshokkí vann lið Skautafélags Reykjavíkur í framlengingu á Akureyri á laugardag. Reykvíkingar fá tækifæri til að bæta fyrir það því liðin mætast í Skautahöllinni í Reykjavík á þriðjudagskvöld.
- Toppdeild karla í íshokkí
Skautahöllin í Laugardal kl. 19:45
SR - SA
Aðeins munar einu stigi á liðunum þegar bæði hafa leikið sjö leiki í A-hluta Toppdeildarinnar. Lið SA er með 14 stig, en SR með 13. Sigurliðið í leiknum á þriðjudagskvöld verður því á toppnum um jólin.
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER - körfubolti, blak, fótbolti
Síðasti leikur kvennaliðs Þórs í körfuknattleik á árinu verður í Stykkishólmi á miðvikudag. Þór og Snæfell hafa bæði spilað átta leiki til þessa í deildinni. Þórsliðið er enn ósgirað á toppi deildarinnar, en Snæfell hefur unnið fjóra leiki og er í 6. sæti deildarinnar. Þetta er lokaleikur liðanna í fyrri umferð deildarinnar.
- 1. deild kvenna í körfuknattleik
Íþróttahúsið í Stykkishólmi kl. 18:00
Snæfell - Þór
Bæði þessi lið spiluðu í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar á sunnudag. Þór tapaði fyrir Tindastóli á Sauðárkróki á meðan Snæfell tapaði fyrir KR í Vesturbænum.
- - -
Síðasti blakleikur KA í Unbroken-deild karla verður á miðvikudag þegar þeir sækja Völsung heim til Húsavíkur. KA er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 11 leiki. Húsvíkingar eru í 7. sæti með sjö stig úr 12 leikjum.
- Unbroken-deild karla í blaki
PCC-höllin á Húsavík kl. 19:30
Völsungur - KA
Þessi lið hafa mæst einu sinni í vetur og vann KA 3-0 á heimavelli.
- - -
Kjarnafæðimótið í knattspyrnu er á fullu þessar tvær síðustu vikur fyrir jól og nokkrir leikir á dagskrá þegar líður á vikuna, ýmist í Boganum eða á Greifavellinum.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild karla
Greifavöllur kl. 20
Hamrarnir - KA4
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER - handbolti
Eftir langt EM-hlé fór keppni í Olísdeild kvenna í handknattleik af stað um liðna helgi og er önnur umferð á dagskrá í vikunni. KA/Þór fékk skell á útivelli gegn Haukum í 10. umferðinni, en á fimmtudag er komið að heimaleik. Mótherjarnir eru topplið Vals.
- Olísdeild kvenna í handknattleik
KA-heimilið kl. 19
KA/Þór - Valur
Leikir vikunnar eru í 6. umferð mótsins og hafa KA/Þór og Valur því ekki mæst það sem af er leiktíðinni. Valur vann Stjörnuna með tíu marka mun, 32-22, í síðasta leik, en KA/Þór tapaði með 15 marka mun á útivelli fyrir Haukum, 35-20.
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER - handbolti, fótbolti
Átta liða úrslit í bikarkeppni karla í handknattlei, Powerade-bikarnum, fara fram á föstudagskvöld. KA fær Íslandsmeistara Fram í heimsókn norður. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni í vetur og hafði KA betur á heimavelli Fram, vann 32-28.
- Powerade-bikar karla í handknattleik
KA-heimilið kl. 18:00
KA - Fram
Aðrir leikir átta liða úrslitanna eru viðureignir HK og Hauka, Fjölnis og ÍR og svo Aftureldingar og FH. Sigurliðin í þessum leikjum tryggja sér sæti í undanúrslitum, bikarhelginni 26.-28. febrúar.
- - -
Tveir leikir eru á dagskrá í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu á föstudag, en óvíst með innbyrðis leik Þór/KA-liðanna sem settur er á kl. 19 á föstudag. Tímasetning seinni leiksins gæti því breyst.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, kvennadeild
Boginn kl. 19
Þór/KA - Þór/KA2
- - -
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild karla
Boginn kl. 21
KF - KA3
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER - fótbolti
Þrír leikir eru á dagskrá í A-deild karla í Kjarnafæðimótinu á laugardag, allir í Boganum. Flautað til leiks kl. 15, 17 og 19.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 15
Þór2 - KA
- - -
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 17
KFA - Magni
- - -
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, A-deild karla
Boginn kl. 19
Dalvík - Völsungur
SUNNUDAGUR 21. DESEMBER - fótbolti
Síðustu leikir í Kjarnafæðimótinu fyrir jól eru á dagskrá á sunnudag, en eins og með aðra leiki í mótinu eru dagsetningar og tímasetningar birtar með fyrirvara um breytingar á leiktímum.
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, B-deild karla
Boginn kl. 15
Þór3 - Höttur
- - -
- Kjarnafæðimótið í knattspyrnu, kvennadeild
Boginn kl. 17
Dalvík - Tindastóll
- - -
Fyrstu leikir í hverri grein á nýju ári:
- Íshokkí kvenna: SA - Fjölnir – 3. og 4. janúar
- Blak karla: KA - Þróttur – 4. janúar
- Körfubolti karla: Sindri - Þór – 4. janúar
- Körfubolti kvenna: Stjarnan-b - Þór – 7. janúar
- Íshokkí karla: SA - Fjölnir – 9. janúar (ofurhelgi)
- Handbolti kvenna: KA/Þór - ÍR – 10. janúar
- Blak kvenna: KA - Völsungur – 21. janúar
- Handbolti karla: ÍR - KA – 4. febrúar
- Handbolti karla: Stjarnan - Þór – 5. febrúar
- - -
Lesendur eru hvattir til að minna á íþróttaviðburði hvers kyns sem fram undan eru í meistaraflokkum, sérstaklega ef eitthvað verður út undan og gleymist í þessari vikulegu yfirferð í vikubyrjun hér á akureyri.net - sendið tölvupóst í haraldur@akureyri.net ef koma þarf slíkum upplýsingum á framfæri.
Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?
Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi
Innflytjendur, samningar og staðreyndir
Húsnæðisbóla