Fara í efni
Umræðan

Ágúst Elí Björgvinsson genginn til liðs við KA

Glaðir í bragði eftir leikinn í kvöld. Frá vinstri: Bruno Bernat markvörður KA, Andri Snær Stefánsson þjálfari og nýi KA-maðurinn, Ágúst Elí Björgvinsson. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er genginn til liðs við handboltalið KA. Það var tilkynnt eftir að KA vann Íslands- og bikarmeistara Fram á heimavelli í kvöld og tryggði sér sæti í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar. 
 
Ágúst Elí, sem fylgdist með leiknum í KA-heimilinu, hefur átt sæti í íslenska landsliðshópnum af og til síðustu ár. Hann er þrítugur að aldri og semur við KA í eitt og hálft ár; til vors 2027. 
 
Markvörðurinn hefur leikið erlendis undanfarin átta ár. Hann hóf ferilinn í FH en fór þaðan til Sävehof þar sem hann varð sænskur meistari og hefur einnig leikið með Kolding og Ribe-Esbjerg í Danmörku. Auk þessa var hann á mála hjá meisturum Álaborgar um tíma í haust, sem lánsmaður vegna meiðsla landsliðsmarkvarðarins Niklas Landin, en eftir að hann sneri til baka fékk Ágúst engin tækifæri með Ribe-Esbjerg. Það varð til þess að hann ákvað að rifta samningi við liðið. Hann verður löglegur með KA um áramót og því klár í slaginn þegar Íslandsmótið hefst á ný snemma í febrúar eftir hlé vegna Evrópumóts landsliða.

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00