Fara í efni
Umræðan

Þór/KA fær markmann frá Bandaríkjunum

Bandarískur markvörður, Melissa Anne Lowder, er á leið til knattspyrnuliðs Þórs/KA. Greint er frá tíðindunum á vef liðsins í kvöld, þar sem kemur fram að samningurinn gildi út þetta keppnistímabil. 

Lowder er fædd 1997, spilaði fótbolta með Santa Clara Broncos á háskólaárunum og á að baki 63 leiki þar á árunum 2015-2018. Hún hefur frá þeim tíma verið á mála hjá Utah Royals, Chicago Red Stars og San Diego Waves.

Melissa kveðst hlakka til að ganga til liðs við Þór/KA. „Ég er ótrúlega spennt fyrir tækifærinu til að spila fyrir Þór/KA og að þroska þekkingu mína á leiknum. Ég hlakka mjög til að upplifa tengslin við stuðningsfólkið og það sem þessi klúbbur stendur fyrir. Ég vonast til að koma með góða orku og árangur inn í félagið!“ segir Melissa Anne Lowder í viðtali við vef Þórs/KA.

Vefur Þórs/KA

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00