Fara í efni
Umræðan

Slakur sóknarleikur beggja og Valur vann

Ida Hoberg einbeitt á svip sekúndubroti áður en boltinn söng í neti Valsmarksins í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

KA/Þór tapaði með þriggja marka mun, 23:20, fyrir toppliði Vals í Olísdeild Íslandsmóts kvenna í handbolta í KA-heimilinu í dag. Munurinn í hálfleik var eitt mark, staðan þá 13:12 fyrir gestina.

Valur komst í 2:0 og var einu til þremur mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn. Snemma í þeim seinni komst Valur fjórum mörkum yfir, 17:13, en eftir miðjan hálfleikinn munaði tveimur mörk þar til á lokasekúndunni að Mariam Eradze skoraði með síðasta skoti leiksins.

Sjaldgæft er að bæði lið bjóði upp á jafn slakan sóknarleik og raunin varð í KA-heimilinu í dag. Vörn Vals er vissulega góð en það skýrir ekki nema að hluta til klaufaskapinn í sóknarleik Stelpnanna okkar;  með því að nýta nokkur hraðaupphlaup sem klúðrað var með slæmum sendingum, svo dæmi sé tekið, hefði KA/Þór unnið Val, því toppliðið átti sannarlega ekki sinn besta dag.

Mörk KA/Þórs: Ida Hoberg 7, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Nathalia Soares Baliana 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2 (1 víti), Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1 og Rut Jónsdóttir 1. 

Varin skot: Matea Lonac 12 (af 35 - 34,3%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Mariam Eradze gerir síðasta mark leiksins fyrir Val á lokasekúndunni. Löngu lent, eins og sjá má, og því hefði ekki átt að telja markið með en það skipti ekki máli; Valssigur var þegar í höfn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson 

Viljum við varðveita sögu og minjar?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. mars 2023 | kl. 09:30

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
28. mars 2023 | kl. 12:00

Til Sunnu Hlínar

Hjörleifur Hallgríms skrifar
28. mars 2023 | kl. 06:00

Skipulagsmál á Akureyri, bútasaumur til skamms tíma eða framtíðarsýn?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. mars 2023 | kl. 06:00

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
24. mars 2023 | kl. 11:11

Tækifæri á Akureyrarvelli

Andri Teitsson skrifar
21. mars 2023 | kl. 18:50