Fara í efni
Umræðan

Óli víkur – Bjarkey verður í efsta sæti hjá VG

Óli Halldórsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Óli Halldórsson, sem sigraði í prófkjöri VG í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust, hefur ákveðið að víkja úr efsta sætinu vegna veikinda eiginkonu sinnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, leiðir listann í stað Óla skv. tillögu stjórnar kjördæmisráðs sem lögð verður fyrir fund ráðsins eftir helgi. Stjórnin leggur til að Jódís Skúladóttir verði í öðru sæti listans og Óli í þriðja sæti.

Óli tilkynnti ákvörðun sína á Facebook í morgun: 

„Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust.

Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir. Í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer maður ekki til smárra verka eða af hálfum hug. Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný.

Ég bið fólk vinsamlegast að virða að við fjölskyldan munum ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“

Bjarkey Olsen tjáði sig einnig um málið á Facebook:

„Ég vil þakka mínum kæra vini Óla fyrir samstarfið fram til þessa. Óli er gegnheill VG maður og hefur staðið vaktina í okkar kjördæmi með prýði og ég vona að hann snúi aftur í stjórnmálin sem allra fyrst.

Ég sendi mínar bestu batakveðjur til Dísu, Óla og fjölskyldunnar í þeirra verkefnum framundan.

Ég mun nú taka við oddvitasæti VG í Norðausturkjördæmi og mun leggja allt mitt í að við hljótum góða kosningu í komandi kosningum.“

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00