Fara í efni
Umræðan

VG: Óli hafði betur í baráttu við Bjarkeyju

Óli Halldórsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Óli Halldórsson umhverfisfræðngur á Húsavík varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna í huast. Rafrænt forval fór fram 13. til 15. febrúar og valið í efstu fimm sæti á framboðslista. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður úr Ólafsfirði, varð í öðru sæti. Hún var í öðru sæti á listanum fyrir fjórum árum en Steingrímur J. Sigfússon var þá í efsta sæti sem fyrr. Hann gaf ekki kost á sér nú.

1. Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti

2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið

3. Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og ritari VG, bauð sig fram í 1. til 2. sæti en athygli vekur að hún er ekki í hópi þeirra efstu.

12 voru í framboði, á kjörskrá voru 1042 og greiddu 648 atkvæði.

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30