Bjartsýni á Norðurlandi
07. október 2025 | kl. 20:00
Níu umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar (SVS), en umsóknarfrestur var til 15. ágúst. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri, en stofnunin heyrir orðið undir hann. Umsóknirnar eru komnar í ráðningarferli samkvæmt reglum HA um ráðningar í akademískar stöður en gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna sem fyrst að því ferli loknu.
Málefni norðurslóða eru sífellt meira áberandi í umræðunni á heimsvísu, en Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er sjálfstæð rannsóknastofnun sem heyrir undir Háskólann á Akureyri og kemur að rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum á Íslandi og erlendis.