Fara í efni
Umræðan

Líneik og Ingibjörg stefna á efsta sætið

Ingibjörg Isaksen og Línek Anna Sævarsdóttir.

Tvær konur bjóða sig fram í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust: Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður flokksins, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar.

Líneik Anna sat á Alþingi frá 2013 til 2016 og aftur frá 2017. Hún var í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins við síðustu kosningar. Líneik hefur ekki tilkynnt formlega um framboð en Akureyri.net veit að hún gerir það innan tíðar. Ekki er vitað hvort fleiri hyggjast blanda sér í baráttuna um leiðtogasætið.

Þórunn Egilsdóttir er oddviti flokksins í kjördæminu, en hefur dregið sig í hlé vegna veikinda og verður ekki í framboði í haust af þeim sökum, eins og greint var frá á Akureyri.net í morgun.

Framsóknarmenn kjósa um efstu sæti á listanum í póstkosningu sem stendur yfir frá 1. mars til 31. mars. Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 14. febrúar.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30