Fara í efni
Umræðan

Hilda Jana í 2. sæti í þingkosningunum?

Logi Már Einarsson og Hilda Jana Gísladóttir.

Uppstillingarnefnd leggur til að Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar, skipi 2. sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust, skv. heimildum Akureyri.net. Tillagan verður kynnt á fundi kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi í kvöld og atkvæði greidd um hana.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður kjördæmisins, verður að sjálfsögðu áfram í efsta sæti listans skv. tillögunni, en uppstillingarnefnd leggur til að Hilda Jana fylli skarð Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, 10. þingmanns kjördæmisins, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00