Fara í efni
Umræðan

Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í NA

Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður er genginn til liðs við Flokk fólksins og mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flokksins.

„Ég hef hrifist af stefnumálum Flokks fólksins þar sem áhersla er lögð á að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi. Það er sjálfsögð krafa að allir fái lifað mannsæmandi lífi í einu af auðugustu samfélögum heims. Hér á enginn að búa við bág kjör að afloknu ævistarfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tækifæra til menntunar og tómstundastarfs. Alvöru velferðarsamfélag byggist á heilbrigðu samhengi milli verðmætasköpunar og mannúðar,“ er haft eftir Jakob Frímanni á vef Flokks fólksins.

Þar segir einnig: „Jakob Frímann er stofnandi Stuðmanna og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. sendifulltrúi utanríkisþjónustunnar, sat á þingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar, gegndi stöðu framkvæmdastjóra miðborgarmála í áratug, var formaður Félags tónskálda og textahöfunda um árabil, formaður, STEFS, Sambands tónskálda og textahöfunda, formaður SAMTÓNS, stjórnarformaður ÚTÓNS – Útflutningsskrifstofu tónlistarinnar og stofnaði umhverfissamtökin Græna herinn.“

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00