Fara í efni
Umræðan

Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í NA

Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður er genginn til liðs við Flokk fólksins og mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flokksins.

„Ég hef hrifist af stefnumálum Flokks fólksins þar sem áhersla er lögð á að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi. Það er sjálfsögð krafa að allir fái lifað mannsæmandi lífi í einu af auðugustu samfélögum heims. Hér á enginn að búa við bág kjör að afloknu ævistarfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tækifæra til menntunar og tómstundastarfs. Alvöru velferðarsamfélag byggist á heilbrigðu samhengi milli verðmætasköpunar og mannúðar,“ er haft eftir Jakob Frímanni á vef Flokks fólksins.

Þar segir einnig: „Jakob Frímann er stofnandi Stuðmanna og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. sendifulltrúi utanríkisþjónustunnar, sat á þingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar, gegndi stöðu framkvæmdastjóra miðborgarmála í áratug, var formaður Félags tónskálda og textahöfunda um árabil, formaður, STEFS, Sambands tónskálda og textahöfunda, formaður SAMTÓNS, stjórnarformaður ÚTÓNS – Útflutningsskrifstofu tónlistarinnar og stofnaði umhverfissamtökin Græna herinn.“

Skipulagsmál á Akureyri, bútasaumur til skamms tíma eða framtíðarsýn?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. mars 2023 | kl. 06:00

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
24. mars 2023 | kl. 11:11

Tækifæri á Akureyrarvelli

Andri Teitsson skrifar
21. mars 2023 | kl. 18:50

Um málefni eldri borgara

Hjörleifur Hallgríms skrifar
20. mars 2023 | kl. 06:00

Fræðsla um ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins

Sigríður Stefánsdóttir skrifar
17. mars 2023 | kl. 06:00

Hugmyndir að löngu tímabærri uppbyggingu við Norðurgötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
16. mars 2023 | kl. 13:00