Fara í efni
Umræðan

Ingibjörg verður efst hjá Framsókn

Ingibjörg Ólöf Isaksen, til vinstri, og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Ingibjörg Ólöf Isaksen, til vinstri, og Líneik Anna Sævarsdóttir.

Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri, hafði betur í baráttu við Líneik Önnu Sævarsdóttur, alþingismann, um oddvitasæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Ingibjörg skipar því 1. sæti listans, Líneik Anna verður í 2. sæti og Þórarinn Ingi Pétursson verður í 3. sæti.

Póstkosning stóð yfir allan marsmánuð en atkvæði voru talin í dag. Niðurstaða prófkjörs var tilkynnt í kvöld.

Líneik Anna er annar tveggja þingmanna framsóknarmanna fyrir Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir var oddviti flokksins í kjördæminu, en dró sig í hlé vegna veikinda fyrr í vetur.

Á kjörskrá voru 2.207 og niðurstaðan varð sem hér segir:

1. sæti, Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar. Hún fékk 612 atkvæði í 1. sæti

2. sæti, Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Fáskrúðsfirði. Hún fékk 529 atkvæði í 1.-2. sæti

3. sæti, Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi Grýtubakkahreppi. Hann fékk 741 atkvæði í 1.-3. sæti.

4. sæti, Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps. Hann fékk 578 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti, Halldóra Hauksdóttir, lögmaður Akureyri. Hún fékk 547 atkvæði í 1.-5. sæti.

6. sæti, Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi Kelduhverfi. Hann fékk 496 atkvæði í 1.-6. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í póstkosningunni voru:

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karítas Ríkharðsdóttir, blaðamaður Raufarhöfn, og Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur Egilsstöðum.

Athygli vekur að Jón Björn, sem er ritari Framsóknarflokksins og situr þar með í framkvæmdastjórn hans, hlýtur ekki brautargengi. Hann sóttist eftir 2. sæti á listanum.

Réttindi neytenda á tímum Covid

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00
Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15
Jón Sveinsson - Nonni

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30
Matthías Jochumsson

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09
Íslenska, nútími og lestur

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10
Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00