Fara í efni
Umræðan

Húsin spretta upp í Holta- og Móahverfum

Móahverfi og nágrenni. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Tvö helstu uppbyggingarsvæðin á Akureyri í dag og undanfarin 3-4 ár eru Holtahverfi norður, norðan/austan Krossanesbrautar, annars vegar og Móahverfið, fyrsti áfangi, vestan Síðuhverfis hins vegar, þar sem fyrstu íbúarnir fluttu inn í upphafi mánaðarins.

Framkvæmdir við 136 íbúðir hafa farið af stað í Holtahverfi norður. Í Móahverfi hefur lóðum fyrir samtals 494 íbúðir verið úthlutað og byggingaleyfi veitt fyrir 304 íbúðum. Þetta er á meðal þess sam fram kom á kynningarfundi um skipulagsmál, sem skipulagssvið Akureyrarbæjar hélt á dögunum.

Akureyri.net fjallar hér og á næstu dögum um það sem er á döfinni í skipulagsmálum, byggt á efni frá kynningarfundi skipulagssviðs sem haldinn var í Hofi fyrr í mánuðinum.

  • Í DAG – HÚSIN SPRETTA UPP Í HOLTA- OG MÓAHVERFUM
  • Á MORGUN FRAMBOÐ AÐ MEÐALTALI 250 LÓÐIR Á ÁRI
  • Á FIMMTUDAG ÞÉTTING BYGGÐAR – HAGKVÆM EN UMDEILD
  • Á FÖSTUDAG FÉSTA, VMA, SAK OG 100 HJÚKRUNARRÝMI

Markmiðið að tryggja jafnvægi

Í greinargerð með Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 kemur meðal annars fram að markmið Akureyrarbæjar sé að tryggja að á hverjum tíma sé jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar um íbúðarhúsalóðir þannig að einstaklingar og fjölskyldur geti valið sér íbúðarform í nærumhverfi sínu sem best henti þörfum þeirra hverju sinni.

„Er það gert með deiliskipulagi íbúðarsvæða með fjölbreyttum tegundum íbúðagerða, bæði á nýbyggingarsvæðum sem og þéttingarsvæðum. Með fjölbreytni er ekki eingöngu átt við skiptingu í einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishús heldur þarf einnig að tryggja ákveðna fjölbreytni innan hverrar íbúðategundar fyrir sig, þannig að sem flestir eigi möguleika á að finna húsnæði við hæfi. “

Holtahverfi norður

Deiliskipulag fyrir Holtahverfi norður tók gildi 2021 og er þetta hverfi fyrsta íbúðarhúsahverfið á Akureyri þar sem djúpgámar eru við fjölbýlishús strax frá því að þau eru byggð. Í skipulaginu er lögð áhersla á vistvænar og grænar götur, eins og það er orðað í kynningu skipulagssviðsins.

Þrjú fjölbýlishús hafa risið við norðanvert Þursaholt. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Í byggingu – Uppbygging hófst í Holtahverfi sumarið 2022 og hafa framkvæmdir við 136 íbúðir farið af stað við Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt. Þrjú samtengd fjölbýlishús hafa risið við Dvergaholt og framkvæmdir hafnar við það fjórða. Þá hefur eitt fjölbýlishús risið við Hulduholt, tvö raðhús og það þriðja í byggingu, ásamt einu parhúsi og fjórum einbýlishúsum. Þrjú fjölbýlishús hafa þegar risið við Þursaholt.

Móahverfi 

Móahverfið er stærsta uppbyggingarsvæði íbúðarhúsnæðis á Akureyri um þessar mundir. Deiliskipulag fyrir allt að 1.100 íbúðir var samþykkt 2022. Framkvæmdir við byggingarhæfi lóða töfðust umtalsvert, en uppbygging hófst sumarið 2024. Fyrstu íbúarnir fengu afhenta íbúð í raðhúsi við Hrísmóa og fluttu inn 5. nóvember á þessu ári, eins og akureyri.net sagði frá

Frá afhendingu fyrstu íbúðarinnar í Móahverfi. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Nýjung í Móahverfi – Unnið var sérstakt gróðurskipulag fyrir svæðíð og sett kvöð á lóðir fjölbýlishúsa um að trjágróður verði á lóðum, að minnsta kosti eitt tré á hverja 50 fermetra af grunnfleti byggingar með nánari útfærslu fyrir tegundir og fleira.

Í byggingu Lóðum fyrir samtals 494 íbúðir hefur verið úthlutað, sem skiptist þannig á milli húsategunda:

  • 10 fjölbýlishús fyrir allt að 411 íbúðir
  • 13 raðhús fyrir allt að 57 íbúðir
  • 8 parhús fyrir allt að 16 íbúðir
  • 12 einbýlishús.

Byggingaleyfi hefur nú þegar verið veitt fyrir 304 íbúðum.

  • Á MORGUN FRAMBOÐ AÐ MEÐALTALI 250 LÓÐIR Á ÁRI
  • Á FIMMTUDAG: ÞÉTTING BYGGÐAR – HAGKVÆM EN UMDEILD
  • Á FÖSTUDAG: FÉSTA, VMA, SAK OG 100 HJÚKRUNARRÝMI

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00

Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?

Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson skrifa
21. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Rúnar Sigurpálsson og Magnús Kristjánsson skrifa
20. nóvember 2025 | kl. 12:00

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00