Fara í efni
Umræðan

Þrjár hæðir og 380 gistirými í stað 200?

Eigendur Sæluhúsa við Búðatröð ofan Búðargils í Innbænum hafa áhuga á að reisa tvö þriggja hæða gistihús á norðaustanverðri lóðinni í stað fimm húsa á einni hæð, eins og gert er ráð fyrir í núverandi skipulagi. Með þessi móti myndi gistirýmum á svæðinu fjölga um 180 – úr 200 í allt að 380.

Skipulagsráð Akureyrar tók á síðasta fundi jákvætt í umsókn um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni til að breytingin geti átt sér stað og fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um fjölda bílastæða, útfærslu á útliti, ásýnd bygginga og jarðsvegskönnun. Gert er ráð fyrir 87 bílastæðum í núverandi deiliskipulagi en þau yrðu 110.

Hér má sjá svæðið sem um ræðir, sunnan sjúkrahússins og austan Þórunnarstrætis, guli flöturinn sýnir nokkurn veginn hvar hugmyndin er að húsin tvö rísi; sá hluti afritaður úr fundargerð skipulagsráðs, sjá nánar neðar í fréttinni.

Myndir: Þorgeir Baldursson

Myndir úr fundargerð skipulagsráðs eru hér að neðan.

  • Á myndinni til vinstri eru byggingarreitir skv. núverandi deiliskipulagi merktir blágrænir – neðst á myndinni er gert ráð fyrir fimm húsum á einni hæð
  • Til hægri sýnir guli flöturinn hvar tvö hús rísa ef nýjar hugmyndir eigenda Sæluhúsa ganga eftir. Neðri hlutinn yrði þá þrjár hæðir en sá efri ein hæð – eins og sést á sniðmyndinni neðar.

Ein mynd til úr fundargerð skipulagsráðs hér að neðan.

  • Sniðmynd af svæðinu, sú efri skv. núverandi deiliskipulagi, sú neðri er hugmyndin að breyttu skipulagi. Austari hluti bygginganna yrði þá þrjár hæðir en sá vestari, nær Þórunnarstræti, yðri ein hæð en húsin jafn há og nú er gert ráð fyrir.

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45